mánudagur, 18. júlí 2005

Mikið sem það er skrýtið

að vera alein í stóru húsi sem venjulega er iðandi af lífi en núna að kvöldlagi er það þögnin sem ríkir og þögnin er svo mikil að hún er næstum áþreifanleg.

Er sem sagt í vinnunni og það er ekki sála hérna nema ég og mér finnst það eiginlega hálf óþægilegt. Lenti líka í erfiðleikum með að komast inn, reyndi árangurslaust að slá inn pin-númerið mitt nokkrum sinnum en það virkaði ekki! Skrýtið... Aðgangsnúmerið mitt hér (þetta er svo nýtt og flott hús að hér eru bara lykilkort og aðgangsnúmer en ekki venjulegir lyklar) og pin-númerið byrja nefnilega á sömu stöfum (smá afsökun fyrir ruglinu ;-) og mér fannst eftirlitsmyndavélin vera farin að horfa tortryggnum augum á mig þegar ég stóð þarna við innganginn og reyndi hvað eftir annað að slá inn númerið. Bjóst við Securitas á hverri stundu en þeir hafa nú ekki látið sjá sig ennþá.

En nú er sem sagt erindinu lokið og best að koma sér heim að pakka fyrir suðurferðina. Reikna ekki með bloggi fyrr en um helgina - sjáumst síðar og hafið það gott.

Engin ummæli: