þriðjudagur, 30. nóvember 2004

Var með grátbólgin augu

þegar ég kom út af Bridget Jones í gærkvöldi. Ákvað að draga Hrefnu með mér í bíó þar sem hún hafði lent í árekstri fyrr um daginn og var fremur niðurdregin. Það var svínað svo hrikalega fyrir hana að hún ók á fullu beint inn í hliðina á viðkomandi bíl. Hún var sem betur fer í fullum rétti og slasaðist ekki en bíllinn hennar var óökufær á eftir.

En ef við víkjum aftur að Bridget Jones þá er langt síðan ég hef hlegið svona mikið í bíó og tárin bara flæddu. Mikið sem ég var fegin að vera ekki með einhverja stríðsmálningu á mér því þá hefði verið hætt við svörtum taumum niður kinnarnar. Fyrri hlutinn var þó öllu fyndnari - sem betur fer var smá afslöppun í hlátrinum eftir hlé því ég veit ekki hvernig þetta hefði endað hjá mér annars.

Mikið sem það er nú hollt og gott að hlægja!

Engin ummæli: