laugardagur, 13. nóvember 2004

Amælisbarn dagsins er Hrefna Sæunn

dóttir mín sem er 21 árs í dag. Hún lét nú bíða aðeins eftir sér á sínum tíma, þ.e.a.s. hún fæddist reyndar hálfum mánuði fyrir tímann en ég byrjaði að fá hríðir þann 11. og hún kom ekki í heiminn fyrr en seint að kvöldi þess 13. Undir lokin var ég orðin svo þreytt og búið að gefa mér einhverjar kæruleysissprautur svo ég var vissi eiginlega hvorki í þennan heim né annan. Man samt eftir því að hafa spurt fæðingarlækninn hvort við gætum ekki bara hætt við þetta.... Svo sá ég pottablóm úti í glugga og fannst einhver vera að reykja vindla inni á fæðingarstofunni (hvort tveggja eintómar ofskynjanir að sjálfsögðu). Magakveisa og tilheyrandi vökunætur voru næstar á dagskrá og svo fór ég að vinna 100% vaktavinnu sem sjúkraliði þegar hún var bara 3ja mánaða gömul. Fékk að vísu leyfi deildarstjórans til að fara heim einu sinni á vakt og gefa henni að drekka, þannig að hún var á brjósti til 6 mánaða aldurs. En þessi litla skotta mín varð fljótt afskaplega sjálfstæð ung dama og er það enn. Sem sagt: Til hamingju með afmælið Hrefna mín! Það verður fínt að fá afmæliskaffi hjá henni á morgun.

Pabbi hefði líka átt afmæli í dag væri hann enn á lífi. Og það ekkert smá afmæli, hann væri orðinn 105 ára hvorki meira né minna. Enda orðinn 64ra þegar ég fæddist, en núna eru 14 ár síðan hann dó.

Mikið átti ég annars yndislegan dag í gær, fékk margar góðar gjafir, ótal símtöl og heimsóknir. Svo fórum við fjölskyldan öll saman út að borða á Greifann en þar rakst ég meðal annars á hana Höddu með litla guttann sinn. Það er eiginlega frekar fyndið að sjá fólk svona augliti til auglitis sem maður er orðinn vanur að hitta bara í gegnum bloggið - gaman samt.

Engin ummæli: