sunnudagur, 11. september 2011

Vöfflur

Á föstudaginn lögðum við Valur af stað í ljósmyndaferð, gistum um nóttina á Blönduósi og ókum um Skaga í gær. Ég á eftir að skrifa smá um þá ferð - en núna ætla ég að skrifa niður vöfflu-uppskrift, svo ég týni henni ekki.

LCHF vöfflur
30 gr. brætt smjör
1/2 dl. rjómi
3/4 d. vatn
2 egg
1 dl. kókosmjöl
2 tsk. fiberhusk
1/2 tsk. lyftiduft

Þetta er grunn-uppskriftin sem ég fór eftir, en við nánari umhugsun, setti ég í viðbót eina lúku af heslihnetum (fannst þetta of þunnt eitthvað), smá AB mjólk (held að það sé gott að nota eitthvað súrt á móti vínsteinslyftidufti, en það er kannski bara vitleysa í mér) og pínu skvettu af ekta vanilludufti (til að fá pínu meira bragð).

Valur bakarameistari bakaði svo úr deiginu fyrir frúna, eins og hans var von og vísa, og heppnaðist þetta með þvílíkum ágætum. Vöfflurnar eru frekar þunnar og rifna ef ekki er farið varlega með þær, en bragðgóðar og það er nú aðalatriðið :-) Svo leyfði ég mér að setja pínu ponsu sultu og mikinn rjóma. Nammi namm!

Engin ummæli: