sunnudagur, 23. mars 2008

Fröken skökk og skæld

fer víst ekki meira á skíði þessa páskana, því miður. Geri lítið annað en borða á mig gat af góðum mat eiginmannsins og hreyfa mig á milli herbergja. Fór reyndar í sund í gær og skrapp í Nettó og Hagkaup en var líka alveg búin í bakinu á eftir. Til að kóróna ástandið þá fara allir vöðvar og vöðvafestur í bakinu í skrall því ég hreyfi mig svo vitlaust og bæta þannig á hina verkina útfrá mjóbakinu. En þetta lagast víst allt á nokkrum dögum og til lítils að detta í sjálfsvorkunn.

Hér er áfram sama blíðan og hægt að gleðjast yfir því. Það er gaman fyrir Gunnu og Matta (tengdó) að fá svona gott veður þó þau fari kannski ekki mikið út enda heilsan svolítið farin að gefa sig hjá þeim. En það er þó alltaf hægt að bjóða þeim í bíltúr - kannski einn hring fram í fjörð - ætli það verði ekki dagskrá dagsins í dag í stórum dráttum.

Jamm og jæja, læt þetta gott heita í bili, páskakveðjur til allra nær og fjær með sérstakri áherslu á ættingja í Reykjanesbæ, Danmörku og Noregi :-)

Engin ummæli: