þriðjudagur, 30. desember 2008
Millibilsástand
sunnudagur, 28. desember 2008
Áframhaldandi afslöppun
Svo þyrfti ég eiginlega að þrífa aðeins og þvo þvott. Já og laga til. Og fara yfir nokkur söluuppgjör sem ég tók með mér heim úr vinnunni í gær af því þau stemma ekki. Þá held ég að það sé upptalið. Í kvöld ætlum við svo að borða saman "stórfjölskyldan". Hehe, það er nú enginn brjálaður fjöldi samt. Hrefna og Erlingur verða í mat og svo kemur Sunneva kærastan hans Andra. Á matseðlinum er humar sem Valur ætlar að matreiða af sinni einstöku snilld. Í gærkvöldi var Rósa vinkona hjá okkur í mat og þá töfraði Valur líka fram kræsingar eins og honum er lagið. Í forrétt var hörpudiskur (uppskrift úr bókinni hans Rúnars Marvinssonar sem kom út núna fyrir jólin) og í aðalrétt var indverskur kjúklingaréttur. Eftirrétturinn var nú "bara" kaffi og konfekt. En þetta var voða ljúft allt saman, bæði maturinn og félagsskapurinn :-)
laugardagur, 27. desember 2008
Jæja þá er ég búin að lesa Auðnina eftir Yrsu Sigurðardóttur
föstudagur, 26. desember 2008
Það sem ég get sofið
Út um gluggann sé ég gullroða ský. Sólin er þarna einhvers staðar fyrir aftan fjallahringinn í suðri og varpar geislum sínum upp í skýin en annars er nokkuð þungt yfir. Skýjað á köflum og grámi. Og þar sem jólasnjórinn fór allur á Þorláksmessu er líka grátt um að litast á jörðu niðri.
Frammi í eldhúsi spjalla Valur og Kiddi yfir kaffibolla. Ég lét mig hverfa þegar Kiddi boðaði komu sína þar sem ég var enn á náttbuxunum og með þetta skemmtilega "nývöknuð og úldin" útlit. Og nú er ég farin í sturtu!
fimmtudagur, 25. desember 2008
Ég sofnaði ekki ofan í diskinn í jólamáltíðinni
Það er árviss viðburður að Valur tekur myndir af krökkunum fyrir framan jólatréð og á því var engin undantekning í gær. Hins vegar getur það verið þrautin þyngri að ná góðri mynd af þeim öllum þremur. Ef Hrefna myndast vel þá er pottþétt að Andri og Ísak eru eitthvað skrítnir á myndinni (Ísak t.d. að fíflast eitthvað) og svo öfugt. En hér kemur skásta myndin frá því í gær:
og svo ein af feðgum tveimur:
Ísak jólabarn :-)
og eins og sjá má þá fengum við Hrefna báðar sömu bókina í jólagjöf.
mánudagur, 22. desember 2008
Freistingar, freistingar....
sunnudagur, 21. desember 2008
Loksins sundferð í björtu
Valur bjargar jólunum
Hrefna og Erlingur eru komin heim í jólafrí og strákarnir eru líka komnir í jólafrí í skólanum. Andri er reyndar aðeins að hjálpa til í Pottum og prikum þessa dagana, það er svo mikið að gera að ekki veitir af smá auka aðstoð.
Fleira hef ég nú eiginlega ekki að segja, gat bara ekki sofnað og settist við tölvuna þegar ég var búin að liggja andvaka í klukkutíma. Ætli ég taki ekki smá bloggrúnt úr því ég er á annað borð komin með puttana á lyklaborðið.
sunnudagur, 14. desember 2008
Kvenkyns Ragnar Reykás
P.S. Hvað Ragnar Reykás snertir þá hef ég ekki horft á Spaugstofuna í nokkur ár og veit ekki hvort hans karakter kemur þar ennþá fram... en hann byrjaði yfirleitt á því að hafa ákveðna skoðun á einhverju máli en talaði sig svo í 180 gráður og endaði á alveg öndverðum meiði.
fimmtudagur, 11. desember 2008
Jæja...
sunnudagur, 7. desember 2008
Mikið fjör í vinnunni þessa dagana
fimmtudagur, 4. desember 2008
Allt sem ég gerði ekki í dag...
mánudagur, 1. desember 2008
Birta að drekka myntute
sunnudagur, 30. nóvember 2008
Myndir já...
P.S. Í sokkabuxnaleiðangrinum í gær var ég að flýta mér og það var um svo margar gerðir af sokkabuxuum að velja að ég var orðin alveg rugluð. Ákvað þess vegna að taka tvennar og hugsaði með mér að önnur gerðin hlyti að vera í lagi og svo er alltaf gott að eiga auka sokkabuxur. Svo þegar ég var að klæða mig í aðrar þeirra þá skildi ég ekkert í því hvað þær voru stórar eitthvað. Skoðaði pokann utanaf þeim og viti menn... þetta var stærð 48-50! Já, fröken utanviðsig lætur ekki að sér hæða.
laugardagur, 29. nóvember 2008
Það sem maður lætur hafa sig út í...
miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Búin að endurheimta heilsuna
þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Eftir langa yfirlegu á hinum ýmsu matarsíðum á netinu
Annars bar til þeirra tíðinda í gærkvöldi að frúin tók fram próna og prjónaði nokkrar umferðir. Allt í einu kom prjónalöngunin yfir mig og þá var nú aldeilis heppilegt að eiga hálfprjónaða ullarsokka síðan í fyrra ;-)
mánudagur, 24. nóvember 2008
Fröken utanviðsig
En til að detta ekki í þunglyndi yfir því hvað ég var rugluð að gleyma tappanum þá rifjaði ég upp sögu sem kona í sundi sagði mér um daginn. Einu sinni fyrir löngu var hún að greiða mömmu sinni og spurði þá gömlu hvort hún ætti ekki að setja hársprey yfir greiðsluna svo hún héldist lengur. Sú gamla vildi það nú helst ekki en dóttirin taldi sig vita betur. Seildist í nálægan spreybrúsa og spreyaði vel yfir hárið. Nema hvað, eitthvað fannst þeim vond lyktin af hárspreyinu svo hún leit á brúsann og sá þá að þetta var flugnaeitur!
sunnudagur, 23. nóvember 2008
Sunnudagssyndrómið lætur á sér kræla
fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Eitthvað andlaus í augnablikinu
En svo ég tali nú um eitthvað skemmtilegra þá átti ég hina bestu helgi í höfuðstaðnum. Við systurnar náðum að vera töluvert saman og þá var tilganginum náð. Svo gisti ég hjá Rósu vinkonu og náði þar af leiðandi að hitta hana - og á sunnudeginum hitti ég Sólrúnu og Hjördísi. Eins kíkti ég til tengdaforeldranna á mánudaginn og var svo ljónheppin að Matti keyrði mig og mína þungu tösku út á flugvöll. Taskan var svona þung af því við eigum enga millistærð af ferðatösku og maður treður alltaf svo miklu í þessa stóru þó svo maður noti svo ekki nema örlítið brot af innihaldinu. Að vísu fór ég líka norður með 2 kg. af norskum brúnosti sem Anna færði okkur, 2 handavinnubækur sem Anna hefur þýtt og gaf mér, og 2 jólagjafir (sem gætu verið bækur). Það eina sem ég keypti mér í ferðinni var trefill/sjal sem framleitt er hjá Glófa á Akureyri en kostar minna í túristabúðunum í Reykjavík heldur en í verslunum hér í bæ! Í flugvélinni sat ég svo við hliðina á manni sem leit út fyrir að vera fársjúkur. Hann var rauður í framan og það snörlaði endalaust í honum. Myndi giska á að hann hafði verið með flensu og háan hita. Þannig að ég reyndi eins og ég gat að snúa höfðinu í hina áttina til þess að smitast ekki af honum og var komin með þvílíkan hálsríg í ferðalok (mér er nær fyrir að vera svona mikil pempía).
Jólastjörnurnar eru komnar upp á ljósastaura hér á Akureyri og eru ósköp fallegar að sjá í myrkrinu. Sumir eru líka búnir að setja seríur í alla glugga og fólk almennt að komast í jólagírinn. Mér finnst samt heldur snemmt að byrja að spila jólalög í útvarpinu en það er einmitt tilfellið á Létt-Bylgjunni, útvarpsstöðinni sem ég hlusta venjulega á í bílnum. Spurning að fara að kippa með sér geisladisk í bílinn?
miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Skvísan bara orðin 44ra ára...
mánudagur, 10. nóvember 2008
Nautakjöt og rauðvín í mánudagsmatinn ;-)
Svo ber það til tíðinda að ég er að fara í húsmæðraorlof um næstu helgi. Eins hallærislega og það hljómar nú eiginlega að tala um húsmæðraorlof... Það væri nær að Valur færi í svoleiðis orlof því hann eldar jú matinn samviskusamlega alla daga. En sem sagt, Anna systir er að koma til landsins og af því tilefni ákvað ég að skella mér suður og vera samvistum við hana. Er búin að bóka gistingu á Hótel Álfheimum (í boði Rósu vinkonu) og hlakka bara til :-) Var þar að auki svo ljónheppin að ná í nettilboð á fluginu svo það er á tæpar 10 þús. fram og tilbaka. Hvað vill maður hafa það betra?
Svartur skammdegishiminn
laugardagur, 8. nóvember 2008
Dugleg í dag
Lúxusvandamál
miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Stefgjöld
mánudagur, 3. nóvember 2008
Úff, púff...
Það var bara gaman í vinnunni um helgina og í dag því fólk er greinilega komið á fullt í jólagjafahugleiðingum. Margir að skoða, spá og spekúlera og þónokkrir byrjaðir að kaupa jólagjafir. Ég öfunda alltaf fólk sem er svona snemma í því - þrátt fyrir fögur fyrirheit tekst mér aldrei að kaupa gjafirnar tímanlega og lendi alltaf í einhverju stressi á síðustu dögunum fyrir jól. Sem er ekki gott mál þegar maður er verslunareigandi og frekar upptekinn á þessum árstíma ;-)
sunnudagur, 2. nóvember 2008
Vona að ég sé ekki að verða veik
Loksins er búið að gera við heita pottinn "minn"
Nú er Hrefna farin í bili en kemur aftur um jólin svo það er ekki langt í næstu heimsókn. Það var voða notalegt að hafa hana heima og gaman að vera aðeins fleiri í húsinu um stundarsakir.
Annars settist ég eiginlega við tölvuna til að leita að uppskrift að glútenlausum múffum en ég er bara ekki að finna réttu uppskriftina. Langar svo að fá bökunarlykt í húsið ;-)
fimmtudagur, 30. október 2008
Brr... segir Guðný kuldaskræfa
Í dag ákvað ég að taka með mér orkuhristing í nesti því ég hafði ekki nægan tíma í morgun til að gera salat. Þessi orkushristingur samanstendur af frosnum bláberjum og hindberjum, hrísmjólk, hörfræolíu og mysupróteini. Frosnu berin og mjólkin sjá til þess að hann verður kaldur. Til þess að kóróna þetta geymdi ég hristinginn í stálhitabrúsa (sem heldur köldu)og þegar ég fékk mér svo að borða í hádeginu var hann ennþá ískaldur og mér varð svona líka kalt í kjölfarið. Þrátt fyrir að núna sé tveimur gráðum hlýrra í búðinni en fyrst í morgun er mér alveg ískalt. Þannig að það er best að fara að hreyfa sig, pússa glugga, raða í hillur eða eitthvað.
sunnudagur, 26. október 2008
Vetrarfrí í Lundarskóla á morgun
Ungt og leikur sér
Já Hrefna litla klæddi sig líka í snjófatnað og fór út að leika við bróður sinn. Meðal annars skiptust þau á að hylja hvort annað snjó og eins og sjá má þá er það Ísak sem var "grafinn" niður í þetta skiptið. Svo komu komu þau inn og allt fór á flot í forstofunni, skrýtið!
Meira endalausa magnið af dóti
Annars er hér allt á kafi í snjó í dag. Ísak er farinn út í garð með skóflu og ætlar að gera snjóhús, gaman að því.
föstudagur, 24. október 2008
Enn á lífi...
sunnudagur, 19. október 2008
Ísak að borða ís :-)
Einhver bloggleti að hrjá mig eins og svo oft áður
fimmtudagur, 16. október 2008
Allt í drasli
sunnudagur, 12. október 2008
Þá er ég búin að fá úr því skorið
laugardagur, 11. október 2008
Sushi og dömulegir dekurdagar
Í morgun fórum við Sunna svo í dömulegan brunch á Bautanum ásamt fleiri Akureyrardömum. Þetta var einn dagskrárliður dömulegra dekurdaga sem haldnir eru hér í bænum um helgina. Dagskráin er mjög fjölbreytt og má t.d. nefna að á morgun verður bingó á Friðriki V. sem Júlli Júl frá Dalvík stjórnar. Ég var nú samt svo mikill klaufi að mér tókst að gleyma einu dagskráratriði sem ég hafði áhuga að fara á. Það var fyrirlestur hjá Davíð Kristinssyni þar sem hann fjallaði um það hvernig hægt er að minnka allt þetta kolvetnaát.
Já, svo erum við í Pottum og prikum með 20% afslátt af fallegum servíettum sem upplagðar eru í dömuboð vetrarins.
miðvikudagur, 8. október 2008
Allt er gott sem endar vel
Ef einhver ykkar les matarbloggið hans Ragnars Freys þá langaði mig bara að geta þess að bókin sem hann mælir með í síðasta bloggi "Eldað í hægum takti" fæst í Pottum og prikum ;-)
Einhver slappleiki að hrjá frúna í dag
þriðjudagur, 7. október 2008
TIl gamans - eða leiðinda
----------------------------------------------------------------------------------------
"Að vinnudegi loknum ferðast eiginmaðurinn heim með almenningsvagni. Reyndar kemst hann varla inn úr dyrunum vegna skófatnaðar, úlpna, vettlinga og ullarsokka sem liggja á víð og dreif út um alla forstofuna. Hann ryður sér leið í gegnum þvöguna og rennur á lyktina og óhljóðin sem berast úr eldhúsinu. Þar stendur þreytuleg eiginkona hans við pottana meðan börnin tvö orga hvort í kapp við annað. Þau hafa nefnilega verið í skóla og hjá dagmömmu allan daginn og þurfa nú á athygli MÖMMU að halda.
Hann andvarpar en brettir síðan upp á ermarnar og hefst handa við uppþvottinn síðan í gær, svo hægt sé að borða af hreinum diskum í þetta skiptið. Kvöldverður er síðan framreiddur og fer fram svona nokkurn veginn stórslysalaust. Að vísu bítur stóra systir litla bróður í kinnina og hann klórar hana, full kanna með ávaxtasafa veltur um koll og eitt glas brotnar en þetta er nú ekki í frásögur færandi.
Eftir matinn eru allir svo örmagna að pabbi og mamma fá óáreitt að horfa á sjónvarpsfréttirnar, með afkvæmin hálf meðvitundarlaus í sófanum við hlið sér. Þetta er þó einungis stundarfriður því nú ákveður stóra systa að rétti tíminn sé runninn upp til að leika við litla bróa. Fara þau í feluleik og á sá stutti að leita, en þar sem talsverður munur er á aldri þeirra systkina finnur hann aldrei systur sína nema þegar henni þóknast og endar leikurinn með því að hann fer að hágráta yfir vanmætti sínum.
Eltingaleikur er næstur á dagskrá og þar stendur sá stutti betur að vígi. Berst leikurinn um allt hús og áður en yfir lýkur hafa öll þau húsgögn sem ekki eru skrúfuð föst við gólfið oltið um koll, allar gólfmottur eru komnar í einn haug og sængurfötin úr hjónarúminu hafa fundið leiðina niður á gólf. Að lokum dettur svo litli kútur í öllu draslinu og rekur upp þvílíkt öskur að ekki hafa önnur eins óhljóð heyrst í blokkinni fyrr en ÍSLENDINGARNIR fluttu inn. Næsti hálftíminn fer svo í að róa drenginn niður og koma honum í háttinn og eftir að hafa fengið lesið fyrir sig fer stelpan sömu leið.
Mesta draslið er týnt saman, tennur eru burstaðar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um lestur námsbóka og innfærslu í heimilisbókhaldið, lokkar rúmið þau til sín og sætur svefninn tekur yfirhöndina. Á morgun er nýr dagur!"
----------------------------------------------------------------------------------------
Jamm og jæja, þannig var nú það. Ég ætlaði sem sagt að fara að vinna í pappírum en fór einhverra hluta vegna að laga til í tölvunni í staðinn (dæmigert fyrir mig). Rakst á þessa örsögu og datt í hug að "leka henni á netið". Spurning hversu þakklátir mér aðrir fjölskyldumeðlimir verða... Þannig að ég ítreka enn og aftur að þetta er afskaplega ýkt frásögn af "eðlilegu" kvöldi í lífi okkar á þessum tíma.
sunnudagur, 5. október 2008
Mývatn
miðvikudagur, 1. október 2008
Kominn tími fyrir vetrar"gírinn"
sunnudagur, 28. september 2008
Heima er best
Við flugum suður eftir þónokkra seinkunn á föstudagsmorguninn og lentum í höfuðborginni í þvílíkri ausandi rigningu að flugbrautin var gjörsamlega á floti. Valur fór beint á aðalfund læknafélagsins en ég byrjaði á því að hitta Rósu vinkonu og borðuðum við saman góða fiskisúpu í hádeginu og spjölluðum um heima og geima.
Eftir matinn kíkti ég í Smáralindina og fór góðan hring þar í fatabúðunum, aðallega þó Debenhams og Zöru. Var svo ljónheppin að það var 50% afsláttur á eldri fötum í Esprit (sem er eiginlega mitt uppáhaldsfatamerki þessa dagana) og það fannst mér nú ekki verra. Náði í þessa fínu buxnadragt á hálfvirði.
Þegar Valur var búinn á fundinum kom hann til fundar við mig og við fórum að kíkja á gleraugu handa honum. Það fylgja því töluverðar pælingar að fá sér ný gleraugu og eftir að hafa spáð og spekúlerað og farið og fengið okkur kaffi/tebolla í millitíðinni, valdi hann sér loks þessi fínu gleraugu.
Næst lá leiðin heim á "hótel" en það var gisting sem ég fann á netinu, smá stúdíóíbúð í Bolholti. Við vorum hálf dösuð eftir daginn en ákváðum að fara út að borða og duttum inn á þennan fína stað, Orange, þrátt fyrir að þekkja sama og ekkert til veitingahúsaflórunnar í höfuðstaðnum. Eftir matinn skruppum við svo í heimsókn til tengdó og áttum notalega stund með þeim.
Það var þó ekkert notalegt við það að þegar við fórum í háttinn sáum við að rúmið var varla meira en 1.20 á breidd og þó hvorugt okkar sé sérlega stórvaxið þá var plássið ekki nægilegt til þess að við næðum nokkurri hvíld að ráði. Ég ætlaði aldrei að geta sofnað og svo vöknuðum við bæði örugglega hundrað sinnum, ýmist til að hagræða okkur í rúminu eða af því maður var við það að detta framúr.
Laugardagsmorguninn rann upp og við ætluðum að fara fram í "continental breakfast" sem auglýstur er á heimasíðunni - en hlaðborðið samanstóð þá af nokkrum samlokubrauðsneiðum, osti, skinku og einni fernu af eplasafa. Engin aðstaða var til að borða (nema þá inni á herberginu), ekkert te, ekkert kaffi og enginn starfsmaður var heldur sjáanlegur til að spyrja nánar út í morgunmatinn. Þannig að við drifum okkur í næsta bakarí og fengum okkur í svanginn.
Svo fór Valur aftur á aðalfundinn og ég hélt áfram að dingla mér. Ætlaði að bruna í Njarðvík að heimsækja mömmu og Ásgrím og lagði af stað þangað, en þegar ég ók framhjá Hafnarfirði fékk ég þá skyndihugdettu að líta inn til Sólrúnar vinkonu minnar. Kunni þó ekki við annað en hringja á undan mér og gerði það af bílaplaninu. Það var svolítið fyndið að þegar ég spurði hvað hún segði gott þá sagði hún "allt gott, það er loksins uppstytta hér á höfuðborgarsvæðinu" og þá sagði ég "ég sé það, ég er hér fyrir utan hjá þér". Hehe, hún varð nú svolítið hissa en líka voða glöð og það var virkilega gaman að heilsa aðeins uppá þau hjónakornin.
Eftir klukkutíma hélt ég svo áfram til mömmu og fékk þar fyrst hina bestu kjötsúpu að borða og svo seinna te og hjónabandssælu. Kíkti aðeins á tölvuna með mömmu því hún á stundum í smá basli við tæknina - en mér finnst nú bara svo flott hjá henni að hafa tekið tölvutæknina í sína þjónustu þrátt fyrir að vera fædd í torfbæ, mikið sem mamma og hennar jafnaldrar hafa upplifað miklar breytingar.
Í gærkvöldi fórum við Valur svo aftur út að borða (bara lúxus á okkur) og fengum okkur indverskan mat á "Indian Mango". Eftir matinn langaði okkur í bíó og eftir smá byrjunarörðugleika enduðum við á því að sjá nýjustu mynd þeirra Cohen bræðra í Smárabíói og höfðum gaman af.
Síðan tók við nótt nr. 2 í horror-rúminu og vorum við bæði fegin að tékka okkur þaðan út í morgun. Höfðum verið boðin í morgunmat til vinafólks okkar, þeirra Ingu og Dóra, og þar beið dekkað borð eftir okkur. Ekki var félagsskapurinn síðri og áttum við góða stund saman áður en við drifum okkur út á flugvöll um hádegið.
Þannig var nú þessi suðurferð, nóg að gera allan tímann (líklega sýnu skemmtilegra hjá mér en hjá Val sem sat á fundi tvo heila daga í röð).
En mikið verður gott að fara að sofa í eigin rúmi í kvöld!
fimmtudagur, 25. september 2008
Kettirnir eru lagstir í hýði
Annars var ég að spjalla við eldri konu í sundi í morgun og við vorum að tala um hvað það væri gott að sofa við opinn glugga. Þá sagði hún að maðurinn sinn, sem var lögreglumaður, hefði nú ekki alltaf verið jafn hrifinn þegar hann kom heim af næturvöktum í ískalt rúmið. En það vandamál leysti hún með því að sofa þá bara í hans holu (eins og hún orðaði það) og þá kom hann heim í heita sæng á morgnana og hún gat ennþá sofið við opinn glugga. Flott hjá henni.
Og nú held ég að ég fari að huga að því hvað ég ætla að hafa með mér til Reykjavíkur á morgun.
miðvikudagur, 24. september 2008
Heimalöguð spergilkálsúpa og nýbakað speltbrauð
Annars hef ég ekki bakað brauð svo lengi að ég man bara hreinlega ekki hvað er langt síðan síðast. Það er af sem áður var, þ.e. þegar við bjuggum í Noregi þá fannst okkur brauðið þar svo hræðilega vont að ég byrjaði að baka brauð og bollur við mikla ánægju heimilisfólksins. En hér á Akureyri höfum við jú okkar fína bakarí við brúna og þar eru brauðin svo góð að mér dettur aldrei í hug að baka sjálf.
Og nú hef ég bara ekki fleira að segja!
mánudagur, 22. september 2008
Sé allt í móðu
laugardagur, 20. september 2008
"Ég held að ég hafi bara aldrei borðað svona góðan humar"
Þetta var enn ein sjálfhverfa bloggfærslan í boði Guðnýjar.
fimmtudagur, 18. september 2008
Íslenskt veðurfar!
Haustið komið
Já, það fer víst ekki á milli mála að haustið er komið. Ég tók þessa mynd út um svaladyrnar (eru reyndar ekki lengur svalir þar heldur trappa niður í garðinn), bara svona til að sýna að það snjóaði í fjöll í nótt. Annars hefur septembermánuður fram til þessa verið mjög hlýr, sérstaklega yfir miðjan daginn. Maður kappklæðir sig að morgni því þá er fremur kalt en svo þegar vinnan er búin er maður að kafna úr hita því úti er kannski sól og 18 stiga hiti. Reyndar er hálf skrítið veður úti núna, það er til skiptis sól/sólarlaust og logn/vindur. En akkúrat þegar ég tók myndina var hávaðarok og sólin í felum bak við ský.
miðvikudagur, 17. september 2008
Slök sundferð í morgun
mánudagur, 15. september 2008
Ég þoli ekki skápalykt af fötum
Svo þyrfti ég líka að leggjast í smá pappírsvinnu og ganga frá reikningum í möppur en því nenni ég ómögulega núna. Það styttist líka í næsta virðisaukauppgjör svo ég þyrfti eiginlega að fara að byrja á bókhaldinu fyrir júlí og ágúst - en ég nenni því ekki heldur. Fussum svei, þvílík leti í konunni! Annars held ég að ég sé ekkert sérlega löt að eðlisfari. Var það þegar ég var unglingur (nennti ekki að hjálpa til heima o.s.frv.) en núna er það aðallega heilsufarið sem verður til þess að ég geri ekki hluti sem ég þyrfti að gera. Tja, að vísu þá á ég það til að fresta því í lengstu lög að byrja á vissum verkefnum, en það er ekki beint leti sem er orsakavaldurinn (frekar angi af verkkvíða, þ.e. það er eitthvað sem vex mér í augum). En svo þegar ég er byrjuð þá er þetta auðvitað ekkert mál.
Af starfsmannamálum í Pottum og prikum er það að frétta að við erum komnar með tvo nýja starfsmenn í hlutastarfi og ætti þá að létta aðeins á okkur Sunnu sem höfum verið að vinna svolítið mikið síðan Nanna flutti til Danmerkur. Þannig að bráðum verðum við komnar með þetta fína vaktaskipulag og þá ætti að komast meiri regla á vinnutímann hjá okkur - sem er bara hið besta mál.
sunnudagur, 14. september 2008
Mér tókst það
Í dag er ég búin að fara í sund, borða morgunmat með eiginmanninum, setja í eina þvottavél og þá er það víst upptalið. Eiginlega ætlaði ég að fara í gegnum fataskápinn minn í dag, setja sumarfötin í geymslu og skoða hvaða föt ég er hætt að nota. En svo settist ég bara fyrir framan tölvuna... Svo erum við Ísak að fara í leikhúsið klukkan þrjú. Hann langaði svo mikið að sjá Óvita af því vinur hans er að leika í sýningunni.
miðvikudagur, 10. september 2008
Byrjar ballið aftur
þriðjudagur, 9. september 2008
Uss þetta gengur ekki
Frí í dag og ég í letikasti
Annars gengur lífið sinn vanagang. Ég hef að vísu verið alveg sérlega slæm af vefjagigtinni undanfarið og í ofanálag hefur lati fótur verið að stríða mér. Þannig að það er auðvelt að leggjast í sjálfsvorkunn og skiptir þá litlu máli þó maður viti að það sé fullt af fólki sem hefur það margfalt verra en maður sjálfur. Maður verður alveg ótrúlega sjálfhverfur þegar maður á bágt.
Ég áttaði mig samt á því þegar ég sat í heita pottinum áðan að ég mætti nú bara alveg hrósa sjálfri mér stundum. Þó ekki væri nema fyrir það að hafa viljastyrk til að fara á fætur á morgnana, synda og fara í vinnuna, þegar líkaminn er allur undirlagður úr stirðleika og verkjum, þreytan er yfirgengileg og heilastarfsemin er ekki uppá sitt besta. Það væri ótrúlega auðvelt í rauninni að gefast bara upp á þessu ástandi og leggjast í rúmið fyrir fullt og allt. En ég veit að ég er ekki alltaf svona slæm svo það er bara að þreyja þorrann í þeirri fullvissu að þetta fari skánandi.
Sem betur fer tekst mér yfirleitt að gleyma vanlíðaninni í vinnunni og líður vel ef það er mátulega mikið að gera. En það þýðir þá líka að öll orkan er búin þegar ég kem heim svo það er afar heppilegt að minn ástkæri eiginmaður sér um matseldina á þessu heimili. Ég þarf ekki að gera neitt nema setjast að borðinu og ganga frá eftir matinn. Svo set ég kannski í eina þvottavél og þá er það upptalið.
Einhverra hluta vegna hef ég reynt að tala sem minnst um vefjagigtina á þessum blogg-vettvangi. Kannski er ég hálfpartinn með fordóma gagnvart mínum eigin sjúkdómi. Finnst þetta innst inni vera einhver aumingjaskapur, að ég ætti nú að vera fær um að "hrista þetta af mér" og verða frísk. Eftir að hafa verið með þessa gigt í mörg ár er ég farin að átta mig á því að ég get ekki sveiflað töfrastaf og látið hana hverfa. En nú er ég bara eitthvað svo innilega leið á þessu ástandi að ég fann þörf hjá mér til að skrifa um þetta.
Svo ég endi þetta nú á skemmtilegri nótum, þá vorum við Valur boðin í mat á laugardagskvöldið síðasta. Þannig var mál með vexti að vinafólk okkar sem flutti suður fyrir þremur árum voru stödd í sumarbústað yfir í Vaðlaheiði og þau buðu okkur og öðrum vinahjónum í grillaðan mat. Það var humar í forrétt og lax í aðalrétt, hvoruteggja afar ljúffengt. Ekki var nú síðra að hitta gamla vini og spjalla um heima og geima langt fram á kvöld.
Andri og Sunneva eru komin heim frá útlöndum og hafði Andri meðferðis glaðning handa mömmu sinni og pabba og litla bróður. Ég fékk hvorki meira né minna en hlýja peysu fyrir veturinn, Ísak fékk bol og Valur... já hann fékk Superman nærbuxur ;-)
fimmtudagur, 4. september 2008
SMS frá Ísaki...
Það er sem sagt göngudagur í Lundarskóla í dag og 7. og 8. bekkur gengu á Súlur. Bara verst hvað er lágskýjað þannig að göngugarparnir fá ekki annað útsýni en nærumhverfið.
þriðjudagur, 2. september 2008
Húsmóðurheiðrinum bjargað
Áðan heyrði ég einhver ámátleg væl utan úr garði og fann Mána í pattstöðu með öðrum ketti þar úti. Þeir hreyfðu sig aðeins til þegar ég kom og Máni notaði tækifærið til að sýna mér hvað hann væri nú orðinn flinkur að verja lóðina okkar - en sem betur fer urðu engin meiriháttar slagsmál. Meira hvað hannn þykist nú allt í einu vera orðin mikil hetja. Og í þessum töluðu orðum kemur kappinn og stekkur uppá skrifborð til mín. Ætli hann planti sér ekki beint fyrir framan skjáinn næst, hann er vanur því. Við fengum okkur nú öll smá blund saman í dag, ég, Birta og Máni. Vinnunni var nefnilega þannig háttað hjá mér í dag að fyrst var ég að vinna frá 10-13.30 og svo frá 16-18. Í pásunni þarna á milli kom ég heim og var svo slöpp eitthvað að ég lagði mig. Nokkuð sem gladdi kettina mikið og hressti mig við ;-) Svo labbaði ég í vinnuna og kom þangað úthvíld og rjóð í kinnum eftir gönguna.
Heimferðin reyndist mér öllu erfiðari og þessi blessaði "lati" fótur minn var farinn að þvælast dálítið mikið fyrir mér í restina. Hann er svo kraftlaus eitthvað og mig fer að verkja í hann + að ég hálfpartinn dreg hann á eftir mér þegar ég er þreytt. Það eru núna fjórir og hálfur mánuður frá því að ég fór í brjósklosaðgerðina svo eiginlega finnst mér að fóturinn ætti að vera búinn að jafna sig betur - en ætli sé ekki bara best að panta sér tíma hjá sjúkraþjálfara og athuga hvort hann getur kennt mér einhverjar æfingar til að styrkja fótinn.
sunnudagur, 31. ágúst 2008
Dugnaðarforkur í dag
Svo er tiltektin/breytingin á Ísaks herbergi alveg að verða búin, á bara eftir að sauma gardínurnar. Ætlaði eiginlega að gera það í dag en held að orkan sé búin í bili. Kannski ég detti í stuð í kvöld...
Valur trúir því þegar hann sér það að ég muni sauma þessar gardínur, hann er búinn að missa alla trú á mér sem saumakonu. Gæti haft eitthvað með það að gera að núorðið sést saumavélin ekki uppi við nema á nokkurra ára fresti. Það er af sem áður var þegar ég saumaði heilu dragtirnar á sjálfa mig og ýmsan annan fatnað á Hrefnu og Andra. Tja, það er nú víst ekki rétt að ég hafi saumað mikið á Andra, en eitthvað samt s.s. jólaföt og öskudagsbúninga. Held að ég hafi ekki saumað eina einustu flík á Ísak hins vegar. Jamm og jæja, er hætt þessu rausi og farin í Hagkaup.
laugardagur, 30. ágúst 2008
Spekúleringar
Jæja, nýr pistill kl. 1.30 að nóttu... hvað er í gangi?
þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Hálfnað er verk þá hafið er
mánudagur, 25. ágúst 2008
Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni ...
Annars er ég óttalega tuskuleg þessa dagana, ekki beint sú hressasta. Mér tekst að vísu að halda mér gangandi á meðan ég er í vinnunni en hryn saman þegar ég kem heim. Vonum bara að þessi slappleiki fari að rjátlast af mér. Andri var líka veikur í síðustu viku en hann var raunverulega veikur, öfugt við mömmu hans. Sem betur fer er hann að hressast því hann ætlar að skella sér til Kaupmannahafnar og Malmö með kærustunni á sunnudaginn kemur. Ísak er hins vegar ekki á leið í neina utanlandsferð heldur byrjar í skólanum á miðvikudaginn. Valur er farinn að vinna eftir sumarfrí en það hindrar hann sem betur fer ekki í að skella sér í síðustu veiðiferð sumarsins síðar í vikunni. Hvað mig varðar þá gæti ég nú vel hugsað mér snögga ferð til Oslóar að hitta hana systur mína en verður víst að bíða betri tíma.
Og nú held ég að sé kominn tími til að setja upp rykgrímu og ráðast til atlögu við bókahilluna inni í Ísaks herbergi.
miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Er ekki að standa mig í blogginu
miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Komin heim og byrjuð að blogga...
Heimferðin var ansi skrautleg, við höfðum átt pantað flug Flórens-Stokkhólmur-Kaupmannahöfn á laugardeginum og heim til Akureyrar á sunnudeginum. Flugvélin bilaði hins vegar þegar við vorum rétt lögð af stað frá Flórens og við þurftum að lenda í Bologna og hanga þar allan daginn á flugvellinum. Lentum ekki í Stokkhólmi fyrr en eftir miðnætti og vorum þá löngu búin að missa af fluginu til Köben. Við vorum hálf ráðavillt í smá stund en komumst svo loks í tölvu og gátum bókað nýtt flug næsta morgun. Þegar hér var komið sögu var klukkan orðin eitt og mæting í flugið var klukkan hálf fimm, þannig að það tók því ekki að bóka sig á hótel. Við létum fyrir berast í flugstöðinni og sá eini sem náði aðeins að blunda var Valur en við vöktum allan tímann. Ég náði svo aðeins að dotta á leiðinni til Köben en þar tók síðan aftur við enn meiri bið eftir fluginu til Akureyrar. Það var því ekki fyrr en sú vél fór í loftið, um tvöleytið, að við Valur sofnuðum og steinsváfum alla leiðina. Strákarnir voru hinsvegar orðnir svo spenntir að komast heim að þeir sváfu ekki neitt. Þrátt fyrir þennan tæplega þriggja tíma svefn var ég eins og undin tuska bæði mánudag og í gær og það er fyrst í dag að ég er farin að líkjast sjálfri mér aftur. Ég hef reyndar alltaf vitað að það væri ekki gott fyrir mig að missa svefn en þarna fékk ég það staðfest svart á hvítu. Í gær var ég ennþá alveg glær af þreytu og ekki hægt að sjá að ég væri nýkomin frá útlöndum en í dag er ég komin með lit í kinnarnar aftur - sem betur fer .-)
miðvikudagur, 23. júlí 2008
Áfram nóg að gera - og enginn tími til að blogga né lesa blogg
Talandi um gesti þá streyma þeir hingað í Vinaminni þessa síðustu daga fyrir brottför okkar í sumarfríið. Í kvöld kemur maður sem er að fara að veiða með Vali næstu daga, já og sonur mannsins líka og þeir ætla að gista í nótt. Í fyrramálið koma svo Edda mágkona Vals og Óli Valur sonur hennar - þau eru líka að fara að veiða með Vali. Svo koma þau aftur á laugardagskvöldið og gista þá aðfaranótt sunnudags. Á laugardaginn koma líka mamma og Ásgrímur en þau ætla að vera hér og gæta bús og katta á meðan við erum að skemmta okkur í útlandinu. Já það er annað hvort í ökkla eða eyra... ;-) Og nú er best að hætta þessu blaðri og fara að gera klárt fyrir næturgestina. Svo bíður bókhaldið og "þarf að gera" listinn en á honum er m.a. að bóka hótel í Köben fyrir okkur Val en Andri og Ísak gista hjá systur sinni.
laugardagur, 19. júlí 2008
Birta í skugga
Eins og ég hef örugglega sagt þúsund sinnum áður þá elska kettirnir að vera úti í góða veðrinu. Samt er líka voða gott að setjast í skugga að hluta til og bara lygna augunum aftur og njóta þess að vera til :-)
Óþægur heili heldur fyrir mér vöku
Áðan rakst ég líka á forrit sem heitir Remember the milk og þar er hægt að búa til mismunandi lista (t.d. fyrir vinnu og heimili) og til að kóróna snilldina þá var hægt að samræma listana við Google dagatalið og þá er maður með þetta allt á sama stað. Mjög sniðugt fyrir fólk með "listamaníu". Ég fæ samt visst kikk út úr því að handskrifa listana - og strika yfir verkefni sem búið er að ljúka - svo það er spurning hvort ég muni nokkuð færa mig yfir í rafræna lista. Jamm og jæja, eitthvað verður maður að gera við tímann þegar maður er andvaka. Ég hefði reyndar getað fært bókhald en viss leti kom í veg fyrir það. Plús að ég var hrædd um að fara bara að gera vitleysur á þessum tíma sólarhrings.
Mamma og Ásgrímur ætla að koma norður og sjá um hús og ketti á meðan við verðum úti, eða amk. hluta af tímanum. Það er mjög gott því ég fæ alltaf samviskubit yfir því að skilja kettina eftir ein, þó svo að mjög svo hjálpfúsir nágrannar komi og gefi þeim að borða og spjalli aðeins við þá. Þessir síamskettir eru nefnilega svo félagslyndir og þurfa á miklu samneyti við okkur að halda og leggjast bara í þunglyndi þegar við erum ekki heima.
Við erum boðin í fimmtugsafmæli á morgun og ég fór á fullt að spá í það í hvaða fötum ég ætti nú að fara. Langaði að vera sumarleg og sæt og á engin þannig spariföt. Fann buxur í Benetton á 50% afslætti og einhverskonar síða jakkapeysu í Centro sem ég ætlaði að nota yfir hlýrabol. Var bara nokkuð ánægð með mig, alveg þar til það rifjaðist upp fyrir mér að veislan verður haldin í tjaldi og þar af leiðandi er flíspeysa líklega hentugri klæðnaður... Þarf sem sagt að hugsa þetta aðeins betur.
föstudagur, 18. júlí 2008
Innpökkunaræði
fimmtudagur, 17. júlí 2008
Er loks búin að bóka gistingu í Feneyjum
þriðjudagur, 15. júlí 2008
Í hálfgerðu limbói
Í dag er svo annar frídagur hjá mér (í boði Önnu sem fannst ég þurfa á því að halda) og ég svaf til að verða hálf ellefu, hvorki meira né minna. Hef nánast ekkert gert af viti síðan ég vaknaði. Óspennandi veður úti gæti haft eitthvað með málið að gera en nú neyðist ég bráðum til að hætta þessari leti. Þarf að skreppa í vinnuna og greiða reikninga ofl. Svo þarf ég að þvo meiri þvott, laga til í húsinu og panta hótel í Feneyjum. Svo hefði ég auðvitað rosalega gott af því að fara út að ganga...
sunnudagur, 13. júlí 2008
Einn kemur þá annar fer (eða öfugt)
Ég sit núna og á að vera að panta vörur, þ.e. ég er að panta vörur en svo afvegaleiddist ég út í eitt stk. blogg. Einn helsti birgirinn (mér finnst birgir alltaf jafn skrítið orð, heildsali er alla vega eitthvað sem allir skilja) okkar er að fara í sumarfrí í 3 vikur og því þarf að panta góðan slatta af vörum svo við verðum ekki uppiskroppa meðan hann er í fríi. Þá vantar nú viðskiptafélagann, hana Sunnu, til að ráðgast við. Ég verð því bara að taka sjálfstæðar ákvarðanir og óttast það annað hvort að sitja uppi með alltof lítið af vörum eða alltof mikið. Miðað við stuðið sem ég er í núna er það síðarnefnda líklegra ;-)
Annars var voða ljúft að eiga frí í dag eftir 13 daga vinnutörn. Eiginlega hefði ég átt að vera að vinna á morgun en Anna var búin að bjóða mér að vinna svo ég hringdi í hana í kvöld og þakkaði gott boð. Ég fer reyndar í vinnuna til að redda auglýsingu fyrir næstu viku en annars verð ég heima og í útréttingum. Er komin með langan lista yfir hluti sem ég þarf að gera og það verður gott að geta strokað eitthvað af því út. Ég þvoði nú reyndar 4 vélar af þvotti í dag og verð að segja að mér leið mun betur á eftir.
En af því Sunna var eitthvað að segjast fá heimþrá við síðustu myndir sem ég birti þá kemur hér ein mynd sérstaklega fyrir hana...