fimmtudagur, 11. desember 2008

Jæja...

Það fer lítið fyrir bloggi þessa dagana. Fer reyndar lítið fyrir öllu öðru en vinnunni en það er víst eðlilegt hjá verslunarfólki í desembermánuði. Verra væri það nú ef það væri ekkert að gera... Það streyma til okkar vörur þessa dagana og við höfum ekki undan að taka uppúr kössum og raða í hillur. Við fengum risastóra sendingu í gær og eigum von á annarri á morgun svo það verður handagangur í öskjunni ef hún skilar sér. Nú svo þarf að sinna viðskiptavinunum og á meðan bíða kassarnir. Ég hef bara verið svo lúin á kvöldin að ég hef ekki nennt að fara aftur niður í búð eftir kvöldmat. En frá og með 17. des. og fram til jóla verður opið öll kvöld til klukkan tíu. Þá er víst ekki spurt að því hvort maður nenni ;-)

Engin ummæli: