fimmtudagur, 30. október 2008

Brr... segir Guðný kuldaskræfa

Það verður að segjast eins og er að það er ekki alveg nógu hlýtt í nýju búðinni okkar. Nokkuð sem skiptir ekki máli fyrir viðskiptavinina sem eru yfirleitt í yfirhöfn þegar kalt er úti - en skiptir máli fyrir starfsfólkið... Það er nefnilega engin upphitun í sjálfri búðinni, okkur var sagt að nægur hiti kæmi frá ljósunum og svo utan af ganginum en það er bara ekki rétt. Þetta var í góðu lagi í sumar og haust en um leið og koma einhverjar mínusgráður þá verður of kalt hérna inni. Þetta er bara spurning um 2 gráður til eða frá - en það munar ótrúlega mikið um þær. Þannig að þá er lausinin að klæða sig vel, vera í ullarflíkum, fá sér heitt að drekka, hreyfa sig og kveikja á hitablástursofni annað slagið.

Í dag ákvað ég að taka með mér orkuhristing í nesti því ég hafði ekki nægan tíma í morgun til að gera salat. Þessi orkushristingur samanstendur af frosnum bláberjum og hindberjum, hrísmjólk, hörfræolíu og mysupróteini. Frosnu berin og mjólkin sjá til þess að hann verður kaldur. Til þess að kóróna þetta geymdi ég hristinginn í stálhitabrúsa (sem heldur köldu)og þegar ég fékk mér svo að borða í hádeginu var hann ennþá ískaldur og mér varð svona líka kalt í kjölfarið. Þrátt fyrir að núna sé tveimur gráðum hlýrra í búðinni en fyrst í morgun er mér alveg ískalt. Þannig að það er best að fara að hreyfa sig, pússa glugga, raða í hillur eða eitthvað.

Engin ummæli: