fimmtudagur, 16. október 2008

Allt í drasli

Um daginn þegar ég gat varla gengið um geymsluna niðri fyrir dóti, fékk ég þá snilldarhugmynd að fara í gegnum gömul barnaleikföng og henda því sem er ónýtt en setja restina í gegnsæja kassa þannig að hægt væri að sjá hvert innihaldið væri. Svo ég fór í Rúmfó og keypti 6 plastkassa sem eru búnir að standa í forstofunni í nokkra daga núna. Í morgun lét ég svo loks verða af því að byrja á verkinu. Bar marga litla leikfangakassa og einn stóran upp í stofu og byrjaði að sortera. Andinn var samt einhvern veginn ekki yfir mér og mér sóttist verkið seint. Nú þarf ég að fara að taka mig til fyrir vinnuna en stofan er enn full af leikföngum. Ég er líka að vinna í kvöld því það er opið á Glerártorgi til kl. 21 og á morgun og svo er konuklúbbur eftir vinnu, þannig að það er spurning hvort þessi leikfanga- og kassahrúga verði í stofunni til laugardags. Þetta sem sést á myndinni er bara lítill hluti af öllu draslinu...

Engin ummæli: