sunnudagur, 26. október 2008

Vetrarfrí í Lundarskóla á morgun

Sem þýðir að ég þarf ekki að vakna klukkan hálfátta eins og venjulega til að koma Ísaki á fætur. Þá er það stóra spurningin: Skyldi ég engu að síður nenna að vakna snemma og fara í sund? Morgunstund gefur gull í mund eins og allir vita - en á hinn bóginn finnst mér ógurlega gott að sofa, sérstaklega þegar daginn er farið að stytta. Og nú kemur Hrefna, alveg undrandi á því að ég sé að blogga aftur í dag. En þó ekki, hún veit að þetta er mitt týpiska munstur, að blogga ekkert í lengri tíma en síðan jafnvel tvisvar sama daginn. Og nú er ég farin að hengja upp þvott.

Engin ummæli: