þriðjudagur, 25. nóvember 2008

Eftir langa yfirlegu á hinum ýmsu matarsíðum á netinu

er ég enn jafn hugmyndasnauð um það hvað við eigum að hafa í kvöldmatinn. Ég hef náð að skoða margar margar uppskriftir en langar bara einhvern veginn ekki í neitt af þessu. Segir sennilega meira um mig heldur en uppskriftirnar. Er ennþá stíf og stirð í öllum skrokknum og það er farið að hafa áhrif á andlegu hliðina. Samt fékk ég minn nætursvefn, ólíkt Val sem þurfti að fara út í nótt og gera aðgerð og svaf þar af leiðandi lítið. En þá er einmitt spurning að finna eitthvað þægilegt fyrir hann að elda í kvöldmatinn. Kannski sé bara málið að vera með egg og samlokur eða eitthvað í þá áttina. En þá er líklega best að vara strákana við svo þeir fái sér ekki samlokur í kaffinu...

Annars bar til þeirra tíðinda í gærkvöldi að frúin tók fram próna og prjónaði nokkrar umferðir. Allt í einu kom prjónalöngunin yfir mig og þá var nú aldeilis heppilegt að eiga hálfprjónaða ullarsokka síðan í fyrra ;-)

Engin ummæli: