miðvikudagur, 20. ágúst 2008

Er ekki að standa mig í blogginu

Veit ekki hvað veldur, sennilega bara dottin úr æfingu... Ég er byrjuð að vinna eftir 3ja vikna frí og hefði í aðra röndina alveg verið til í að vera aðeins lengur í fríi en í hina röndina er fínt að byrja "í rútínu" aftur. Við fengum góða heimsókn um síðustu helgi en þá komu Hjörtur bróðir Vals og Guðbjörg mágkona hans og gistu hjá okkur eina nótt. Þau komu færandi hendi með afmælisgjöf til míns ástkæra eiginmanns sem varð 50 ára 2. ágúst síðastliðinn. Þá vorum við stödd á Ítalíu svo það var engin eiginleg afmælisveisla og lítið um gjafir. Vonandi finnum við tíma til að halda veislu í haust. En hér er amk. mynd af afmælisbarninu í afmæliskvöldverðinum sem borðaður var á "local" veitingahúsi í Morrona, sem er smábær rétt hjá húsinu sem við gistum í í Toskana.

Engin ummæli: