þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Hálfnað er verk þá hafið er
Ég reyni amk að telja sjálfri mér trú um það. Ég er búin að taka saman helling af gömlu dóti sem Ísak er hættur að leika sér að, búin að þurrka af og ryksuga ósköpin öll af ryki, búin að þvo veggina, búin að fara í gegnum gamalt skóladót og henda, búin að færa rúmið og Valur er búinn að færa kommóðuna og sjónvarpið. Þá er bara eftir að kaupa mjög langa rafmagnssnúru því það vantar innstungur á austurvegginn. Og koma öllu dótinu á sinn stað aftur (því sem ekki fer í geymslu). Og eftir að sauma nýjar gardínur. Þá held ég að allt sé upptalið. Annað hef ég ekki afrekað í dag - en ætli sé ekki best að fara og kaupa skóladót fyrir Ísak sem nennir engan veginn að taka þátt í þeim verknaði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli