föstudagur, 18. júlí 2008

Innpökkunaræði

hefur gripið um sig hjá viðskiptavinum Potta og prika, þ.e. sífellt fleiri spyrja hvort við getum ekki pakkað inn vörum sem ætlaðar eru til gjafa. Við verðum að sjálfsögðu við þeirri bón en hins vegar verður seint um mig sagt að ég sé nokkur innpökkunarsnillingur. Eins og með svo margt annað smá segja að æfingin skapi meistarann, svo ætli þetta komi ekki fyrir rest... Um daginn kom kona og vildi láta pakka inn í sellófan og þegar hún gerði sig líklega til að aðstoða mig spurði ég hana hvort hún væri vön. Jú jú hún gat ekki neitað því og endaði á því að pakka inn sjálf en ég horfði á hana og reyndi að leggja handtökin á minnið. Ætli ég þyrfti ekki bara að komast á námskeið í innpökkun ;-) Kannski ég ætti að kíkja á bækurnar frá henni systur minni en hún er búin að þýða margar bækur í bókaflokknum "Hugmyndabanki heimilanna" sem bókaútgáfan Edda gefur út. Kannski einhver þeirra fjalli um innpökkun.

Engin ummæli: