fimmtudagur, 18. september 2008

Íslenskt veðurfar!

Áðan var sól og töluverður vindur úti svo ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og ákvað að þvo af rúminu hans Ísaks af því það var svona góður þurrkur. Það stóð náttúrulega á endum, þegar ég opnaði þvottahúshurðina og fór út með þvottabalann fór að rigna. Sólin skein reyndar ennþá og hjálpaði til við að gera glæsilegan regnboga í norðrinu. Og ég lét þennan rigningarskúr ekki setja mig út af laginu, heldur hengdi upp rúmfötin - hef ekki trú á því að hann standi lengi.

Engin ummæli: