sunnudagur, 2. nóvember 2008

Loksins er búið að gera við heita pottinn "minn"

Já undanfarnar vikur hafa sundferðirnar ekki verið nema hálft gaman því stór hluti af prógramminu hjá mér felst í því að fara í heitasta pottinn í lauginni og láta mér hlýna alveg inn að beini. Til að kóróna ástandið fannst mér gufan heldur aldrei nógu heit svo þetta var hálf klént allt saman. Þetta með gufuna reddaðist reyndar um daginn þegar ég fór eitthvað að kvarta yfir þessu við mann sem var staddur þar inni um leið og ég. Hann benti mér á að prófa að setjast í hornið sem hann var í og viti menn, þar var mun heitara en í horninu sem ég hafði alltaf verið vön að sitja. Kom þá í ljós að í "mínu" horni var voru úðararnir óvirkir en á hinum staðnum var funheitt. Ekki hafði ég nú verið búin að kveikja á perunni varðandi þetta en varð voða glöð. Og svo enn glaðari þegar ég kom í sund núna í vikunni og sá að loks var búið að klára viðgerðina á heita pottinum.

Nú er Hrefna farin í bili en kemur aftur um jólin svo það er ekki langt í næstu heimsókn. Það var voða notalegt að hafa hana heima og gaman að vera aðeins fleiri í húsinu um stundarsakir.

Annars settist ég eiginlega við tölvuna til að leita að uppskrift að glútenlausum múffum en ég er bara ekki að finna réttu uppskriftina. Langar svo að fá bökunarlykt í húsið ;-)

Engin ummæli: