laugardagur, 8. nóvember 2008

Lúxusvandamál

Já á þessum síðustu og verstu tímum þá eiga margir við stærri vandamál að stríða en það sem ég ætla að lýsa hér. En ég læt það nú samt flakka. Málið er að eftir að ég tók alla óhollustu út úr fæðinu þá hef ég lagt af um nokkur kíló. Það sem þá gerist er að ég hætti að passa í allar buxurnar mínar nema einar (sem voru þröngar á mig fyrir). Hinar poka allar á rassinum á mér og það er ekkert rosalega smekklegt að mínu mati. Hins vegar er ég ekki að nenna fara á stúfana og leita að nýjum buxum því það er ótrúlega erfitt að finna buxur sem fara vel - og í öðru lagi þá gæti ég nú átt eftir að þyngjast aftur og þá væri fúlt að vera búin að eyða peningum í buxur sem yrðu þá of litlar... What to do, what to do!

Engin ummæli: