fimmtudagur, 4. desember 2008

Allt sem ég gerði ekki í dag...

Æ já, ég ætlaði að vera svo dugleg í dag en varð ósköp lítið úr verki. Til dæmis ætlaði ég að setja upp jólagardínurnar í eldhúsið og aðventuljósið en hvort tveggja er ennþá niðri í geymslu. Svo hafði ég bak við eyrað að kanna með jólaseríur til að hafa úti - og eins ætlaði ég að reyna að finna uppskriftir að hollum, glútenlausum jólasmákökum... en ekkert varð úr því heldur. En ég kláraði að færa bókhaldið, fór í nudd, heimsótti vinkonu mína og fór með bóndanum að sjá Bond í bíó. Þetta var dagurinn hjá mér í grófum dráttum. Vonandi verður frúin sprækari á morgun og nær að klára meira af "þarf að gera" listanum ;-)

Engin ummæli: