laugardagur, 11. október 2008

Sushi og dömulegir dekurdagar

Það er bara nóg að gera þessa helgina, eins gott að maður er í fríi ;-) Í gærkvöldi hittist starfsfólk og makar hjá Læknastofum Akureyrar og gerði saman sushi. Ég verð þó að viðurkenna að ég horfði bara á hina gera alla handavinnuna ... en gæddi mér hins vegar vel á afurðunum. Ég hafði ekki hugmynd um það fyrirfram hvernig sushi er búið til og það var gaman að kynnast því. Svo var þetta bara alveg sérlega vel heppnað kvöld og góður félagsskapur.

Í morgun fórum við Sunna svo í dömulegan brunch á Bautanum ásamt fleiri Akureyrardömum. Þetta var einn dagskrárliður dömulegra dekurdaga sem haldnir eru hér í bænum um helgina. Dagskráin er mjög fjölbreytt og má t.d. nefna að á morgun verður bingó á Friðriki V. sem Júlli Júl frá Dalvík stjórnar. Ég var nú samt svo mikill klaufi að mér tókst að gleyma einu dagskráratriði sem ég hafði áhuga að fara á. Það var fyrirlestur hjá Davíð Kristinssyni þar sem hann fjallaði um það hvernig hægt er að minnka allt þetta kolvetnaát.

Já, svo erum við í Pottum og prikum með 20% afslátt af fallegum servíettum sem upplagðar eru í dömuboð vetrarins.


Engin ummæli: