laugardagur, 8. nóvember 2008

Dugleg í dag

Það er nú þannig að ég kann alltaf best við sjálfa mig þegar ég hef náð að skila góðu dagsverki, á hvaða sviði sem það kann að vera. Í dag var ég í fríi frá vinnu í Pottum og prikum og notaði tímann til að vinna hér heima í staðinn. Þreif gestasnyrtinguna og baðherbergið hér uppi hátt og lágt, ryksugaði, skúraði gólf og fór í Bónus, svo eitthvað sé nefnt. Valur skammaði mig nú aðeins því hann hefur svo oft séð það gerast að eftir svona dugnaðarköst dett ég niður hálfdauð og geri ekki meira næstu daga - en vonandi sleppur þetta allt fyrir horn hjá mér núna. Viðurkenni reyndar að ég er hálf þreytt í bakinu í augnablikinu... ætli sé ekki best að slaka aðeins á.

Engin ummæli: