mánudagur, 3. nóvember 2008

Úff, púff...

Já, hafi ég ekki vitað það fyrirfram þá veit ég það núna að djúpsteiktir kjúklingabitar fara ekki vel í magann á mér. Jafnvel þó ég hafi sleppt frönskum og búið til gríðarlega hollt salat með, þá er ég að drepast í maganum. Uppþembd, ropandi og skemmtileg. Og ennþá skemmtilegri að vera að lýsa þessu á blogginu... En góðu fréttirnar eru þær að ég er hressari í dag en í gær, þó vissulega sé vefjagigtin að örlítið að láta vita af sér.

Það var bara gaman í vinnunni um helgina og í dag því fólk er greinilega komið á fullt í jólagjafahugleiðingum. Margir að skoða, spá og spekúlera og þónokkrir byrjaðir að kaupa jólagjafir. Ég öfunda alltaf fólk sem er svona snemma í því - þrátt fyrir fögur fyrirheit tekst mér aldrei að kaupa gjafirnar tímanlega og lendi alltaf í einhverju stressi á síðustu dögunum fyrir jól. Sem er ekki gott mál þegar maður er verslunareigandi og frekar upptekinn á þessum árstíma ;-)

Engin ummæli: