sunnudagur, 19. október 2008

Einhver bloggleti að hrjá mig eins og svo oft áður

En að öðru leyti er ég bara hress ;-) Ég er búin að fara í sund í morgun, í ofninum er brauð að bakast, kettirnir liggja hér við hliðina á mér, Andri og kærastan í næsta herbergi, Ísak er hjá Patreki vini sínum og Hrefna og Valur fóru í ræktina. Hvað vill maður hafa það betra? Ég er að herða mig upp í að fara að hreinsa innigarðinn okkar og setja ný fræ í hann. Reyndar ekki mikið vandaverk, stundum bara erfitt að koma sér að verki. Það þarf að henda plöntunum sem í honum eru, þvo hann með klórvatni og setja ný fræhylki, það er nú allt og sumt. Þannig að ætli sé ekki best að hætta þessu blaðri og bretta uppá ermarnar...

Engin ummæli: