laugardagur, 30. ágúst 2008

Spekúleringar

Það er ýmislegt sem ég er að velta fyrir mér þessa dagana. Þar ber hæst vangaveltur um breyttar kringumstæður í kjölfar þess að börnin eru ekki lengur lítil og þar með er margt sem breytist í hinu daglega lífi. Ég er komin í nýjan fasa í lífinu og þá þarf maður einhvern veginn að finna sér sinn "stað" í þessu öllu saman. Þegar maður er með lítil börn er sólarhringurinn undirlagður af verkefnum sem flest tengjast barnauppeldinu en nú er öldin önnur. Það reyndar vantar svo sem ekki verkefnin - en þau eru af öðrum toga. Nægur tími aflögu til að sinna einhverju áhugamáli eða hitta vini sína. En þrátt fyrir að möguleikinn sé til staðar þá er ég ekki að nýta tímann í áhugamál né vini. Finnst ég bara vera í einhverju tómarúmi og ekki ná að gera neitt af viti. Það vantar alla drift í mig, ég geri ekkert annað en vinna, borða og sofa. Auglýsi hér með eftir sparki í rassinn!

Engin ummæli: