![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjN8pZ8o2QkgRTdId6Uy6JHX3lFKUDPUpdKzV-gcKG2pUXM_wZVgEWgbFv1e8f5Wpmg6Tc0VF6nDf2WPxeL3Eh_o3ErTiemlQiXHJ5E2lSvm9XpC4x-Vmg6WoGMIkopeGuomLYw/s400/IMG_9318.JPG)
Ég útbjó myntute áðan, með ferskri myntu úr Aerogarden innigarðinum okkar. Tók tebollann með mér inn í herbergi þar sem ég er að færa bókhald og lagði könnuna frá mér eftir að hafa tekið nokkra sopa. Var djúpt niðursokkin í að finna út úr einhverri talna-lönguvitleysu og vissi ekki fyrr en ég heyrði slurp slurp hljóð við hliðina á mér. Var þá ekki Birta mætt á svæðið og hafði nú aldeilis komist í feitt. Eins og sjá má lét hún það ekki einu sinni trufla sig þegar ég dró fram myndavélina og smellti af henni mynd ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli