mánudagur, 1. desember 2008

Birta að drekka myntute

Ég útbjó myntute áðan, með ferskri myntu úr Aerogarden innigarðinum okkar. Tók tebollann með mér inn í herbergi þar sem ég er að færa bókhald og lagði könnuna frá mér eftir að hafa tekið nokkra sopa. Var djúpt niðursokkin í að finna út úr einhverri talna-lönguvitleysu og vissi ekki fyrr en ég heyrði slurp slurp hljóð við hliðina á mér. Var þá ekki Birta mætt á svæðið og hafði nú aldeilis komist í feitt. Eins og sjá má lét hún það ekki einu sinni trufla sig þegar ég dró fram myndavélina og smellti af henni mynd ;-)

Engin ummæli: