laugardagur, 18. desember 2004

Nú er það spennandi....

að sjá hvort Valur kemur heim með nýjan prentara......

Þannig er mál með vexti að í dag datt mér í hug að það gæti verið gaman að gera sjálf jólakortin í ár. Var nefnilega vön að búa þau til sjálf fyrir nokkrum árum síðan - en síðustu ár hafa verið keypt misjafnlega ljót kort og einhvern veginn hafa þau ekki sama sjarma og heimatilbúin. Svo ég sit og reyni að búa til kort með því að klippa út "mótív" (fyrirgefið enskuslettuna ég man ekki íslenska orðið í augnablikinu) og líma á karton - en þetta er bara ekki að virka hjá mér. Nánar tiltekið: Þetta eru ljótustu jólakort ever (önnur enskusletta, afsakið).

Klukkan er hálf tíu, minn heittelskaði situr í sófanum og hlustar á aríu úr Madame Butterfly þegar mér verður að orði: "Þetta er alveg glatað, ef við ættum litaprentara þá gætum við prentað út einhverja flotta mynd á jólakortin". "Ég fer bara og kaupi litaprentara" segir hann. "Yeah, right" segi ég (og ekki að ástæðulausu, eins ágætur og hann Valur minn er þá er það ekki akkúrat hans stíll að gera eitthvað spontant, þannig að ég hef ekki mikla trú á að það breytist einn tveir og bingó). Nema hvað, hann stekkur á fætur, segist bara fara í Tölvulistann og kaupa prentara. Hringir samt til að tékka á því hvort ekki sé örugglega opið - en það er búið að loka. Þá spyr ég af hverju hann fari ekki í Stefnu því þeir monti sig af því að vera ódýrastir í bænum. Fer á netið, finn símanúmerið þar og hringi. Viti menn, það er ennþá opið og þá hringir Valur næsta símtal í Kidda vin okkar (tölvuséní með meiru og vin Matta sem á Stefnu) til að spyrja hann út í það hvort þeir séu með almennilega prentara í Stefnu. Kiddi segist ætla að koma með og þeir tæta af stað...
Þannig að nú er það spennandi að sjá hvort þessi elska kemur heim með prentara eður ei...

Engin ummæli: