fimmtudagur, 9. desember 2004
Eins og tölvur eru frábær uppfinning
þá eru þær vinnuvistfræðilega afar óhollar. Mér verður t.d. alveg rosalega illt í augunum af að stara á tölvuskjáinn 6-8 tíma á dag, að ekki sé minnst á stífar axlir og "músarhendi". Lét mæla í mér sjónina um daginn og fékk að vita að ég sé verr með hægra auganu, er með -0,5 þeim megin. En af því þetta er eitthvað svo lítil sjónskekkja þá finnst mér hálf asnalegt að hlaupa til og fá mér gleraugu. Get samt ekki varist þeirri hugsun að ef það gæti orðið til þess að mér liði ögn betur í augunum þá væri það þess virði. Hef þess vegna farið nokkrar ferðir í gleraugnabúðir og mátað gleraugu en finnst ég svo hallærisleg með þau öll að ég fer alltaf jafn harðan út aftur. Og hvað ef ég fengi mér gleraugu og skánaði ekkert í augunum?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli