Annað var uppi á teningnum í Hagkaup. Þar var unglingsstúlka á ferð með móður sinni í þeim erindagjörðum að kaupa buxur. Mamman ávarpaði afgreiðslukonu og bað hana um að hjálpa þeim að finna buxur. Þá urraði stelpan "Má ég ekki bara skoða sjálf, hvað er eiginlega að þér?" Afgreiðslukonan hrökklaðist tilbaka og mamman reyndi að gera gott úr öllu, "Jú auðvitað, ég ætlaði bara að hjálpa þér". "Mig vantar enga hjálp" hvæsti dóttirin þá, alveg jafn illskuleg og áður og nú hrökklaðist mamman líka burt.
laugardagur, 18. desember 2004
Já, jólin hafa misjöfn áhrif á fólk
Fór áðan út að sækja Ísak á fótboltaæfingu. Á leiðinni ók ég framhjá versunarmiðstöðinni í Sunnuhlíð sem má nú reyndar muna sinn fífil fegurri en það er önnur saga. Ung kona var að koma þaðan út og hún sveiflaði handtöskunni sinni svo glaðlega fram og tilbaka að unun var á að horfa. Það sást langar leiðir að hún var í góðu skapi. Ók aðeins lengra og mætti gömlum manni sem var úti að ganga sér til heilsubótar. Það sem vakti athygli mína öðru fremur var endurskinsmerki sem hann hafði um sig miðjan, eins og belti. Hann virtist líka vera í góðu skapi því hann brosti út í annað og var kíminn á svipinn.
Annað var uppi á teningnum í Hagkaup. Þar var unglingsstúlka á ferð með móður sinni í þeim erindagjörðum að kaupa buxur. Mamman ávarpaði afgreiðslukonu og bað hana um að hjálpa þeim að finna buxur. Þá urraði stelpan "Má ég ekki bara skoða sjálf, hvað er eiginlega að þér?" Afgreiðslukonan hrökklaðist tilbaka og mamman reyndi að gera gott úr öllu, "Jú auðvitað, ég ætlaði bara að hjálpa þér". "Mig vantar enga hjálp" hvæsti dóttirin þá, alveg jafn illskuleg og áður og nú hrökklaðist mamman líka burt.
Annað var uppi á teningnum í Hagkaup. Þar var unglingsstúlka á ferð með móður sinni í þeim erindagjörðum að kaupa buxur. Mamman ávarpaði afgreiðslukonu og bað hana um að hjálpa þeim að finna buxur. Þá urraði stelpan "Má ég ekki bara skoða sjálf, hvað er eiginlega að þér?" Afgreiðslukonan hrökklaðist tilbaka og mamman reyndi að gera gott úr öllu, "Jú auðvitað, ég ætlaði bara að hjálpa þér". "Mig vantar enga hjálp" hvæsti dóttirin þá, alveg jafn illskuleg og áður og nú hrökklaðist mamman líka burt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli