Svo það sé nú alveg á hreinu þá hef ég alls ekkert á móti því að lífga upp á skammdegið með jólaljósum. Málið er bara að fólk kann sér ekki hóf og það er magnið fremur en gæðin sem stjórnar ferðinni hjá ansi mörgum. Sumir virðast hafa tekið þá ákvörðun að setja jólaljós og aðrar skreytingar alls staðar þar sem pláss er að finna; Í alla glugga (jafnvel blikkandi ljós), utan á húsið (t.d. hinn ameríski Rúdolf með hreindýrið), þakskeggið, stóra grenitréð í garðinum, á runnana o.s.frv. Punkturinn yfir i-ið er svo upplýstur plastjólasveinn við útidyrnar og þessi nýju upplýstu hvítu gervijólatré sem búið er að setja á svalirnar eða dreifa víðsvegar um garðinn. Og það er EKKERT samræmi í þessu öllu saman!
Sem betur fer má líka sjá mörg smekklega skreytt hús (þar sem t.d. sami liturinn er gegnumgangandi og hugsað um gæðin ekki magnið) - en hið gagnstæða er bara svo algengt. Þetta var nöldur dagsins. Lofa að skrifa eitthvað jákvætt næst :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli