Sama rútínan alla daga: Leikfimi eða sund, vinna fram að hádegi, fara heim og lesa blöðin (gæti nú t.d. reynt að gera eitthað annað)+ taka á móti Ísak þegar hann kemur heim úr skólanum, aftur í vinnuna, versla í kvöldmatinn, hugsanlega fara út að ganga (eða leggjast hreinlega í leti í sófanum), setja í þvottavél, borða kvöldmat, taka Ísak í háttinn, lesa fyrir hann og láta hann lesa fyrir skólann, hengja upp úr þvottavélinni, flakka um á netinu/blogga, horfa á sjónvarp og fara svo að sofa....
Er nema von að ég hafi ekki frá neinu að segja??
Engin ummæli:
Skrifa ummæli