mánudagur, 27. desember 2004

Ég er bara ekki að skilja

hvernig hægt er að fá vöðvabólgu aldarinnar í axlir, háls og höfuð - og það í jólafríinu. Sleppti þremur dögum úr leikfimi og á bágt með að trúa því að það sé ástæðan. Ég hef lifað þvílíkt reglulegu lífi um jólin, farið snemma að sofa og út að ganga á hverjum degi, svo mér finnst þetta eiginlega hálf óréttlátt. Þrátt fyrir fínasta axlanudd frá eiginmanninum í gærkvöldi vaknaði ég undirlögð í áðurnefndum vöðvum í morgun og dreif mig í leikfimi.

Það voru nákvæmlega tveir aðrir að æfa í líkamsræktarstöðinni þannig að mér fannst ég nú bara vera dugleg að mæta á svæðið. En þrátt fyrir upphitun, æfingar, teygjur og gufu lagaðist ég ekki neitt. Tæplega þriggja tíma seta fyrir framan tölvuna í vinnunni gerði einungis illt verra og því er ég komin heim, búin að taka tvær verkjatöflur og ætla að leggjast upp í sófa með bók.

Engin ummæli: