Fyrstu kynni mín af henni (ekki persónuleg þó) voru þegar við keyptum diskinn "Berrössuð á tánum" fyrir Ísak en þá var hann ca. 3ja ára gamall. Diskurinn hljómaði inni og úti (í bílnum) allt að ár og langt fram á næsta. Það kemur nú ekki ósjaldan fyrir að foreldrarnir verða hálf þreyttir á að hlusta á tónlistina sem spiluð er fyrir börnin í bílnum (þetta var áður en allir krakkar eignuðust vasageislaspilara) en ég söng sjálf með Bullutröllum og fleiri lögum því þetta var svo skemmtilegur diskur.
Að öðru leyti hafa þetta verið hefðbundin jól, aðallega borðaður góður matur og sofið meira en góðu hófi gegnir. Það er þessi gullni meðalvegur sem oft reynist svo erfitt að rata. Þannig vaknaði ég alveg eins og sleggja í morgun og þrátt fyrir langan göngutúr með bóndanum hresstist ég lítið sem ekkert. Hann er öllu sprækari enda fór hann einum og hálfum tíma fyrr en ég á fætur í morgun. Búinn að laga til í skáp í vinnuherberginu (sem var fullur af hans dóti NB!) eftir að lítill fugl hvíslaði í eyra hans að það væri ágætt að nota tímann í tiltekt á annan í jólum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli