Þau komu svo í mat en Valur var að prófa nýja afríska uppskrift að kjúklingarétt sem hann tók úr Fréttablaðinu. Uppskriftin var komin frá kokki Alþjóðahússins og var rétturinn mjög góður en kannski í sterkara lagi fyrir þá sem ekki eru vanir sterkum mat. Sem er ekki vandamál fyrir okkur, við viljum helst hafa meira bragð heldur en minna en það sást að gestirnir eru greinilega vanari hefðbundnum íslenskum mat, þó þau hafi að vísu gert matnum góð skil.
Í dag, að lokinni sundferð og kaffi/te með ristuðu brauði, var svo farið í jólagjafa-innkaupaferð númer tvö og lukkaðist hún ögn betur en sú fyrsta. Enda fór ég með bóndanum og hann er talsmaður þess að vera snöggur að hlutunum! Núna er hann að bræða úr handþeytaranum í eldhúsinu (við eigum ekki hrærivél, þvílíkt húshald) en markmiðið er að baka súkkulaði/lakkrís/marens smákökur. Það er best að fara og bjóða fram aðstoð sína :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli