laugardagur, 22. janúar 2011

Skipalón í vetrarsól

Ég fór í klukkutíma ljósmyndarúnt í dag og hef svo verið að leika mér núna í kvöld að því að vinna myndirnar í Lightroom. Auðvitað verða þær þá ekki alveg "ekta" en þetta er nú samt mjög líkt því sem ég sá þegar ég smellti af. Svo klippti ég myndina þannig að formið á henni er ekki alveg venjulegt, en þetta er sem sagt bara algjör tilraunastarfsemi hjá mér. Og nú er ég búin að glápa svo mikið á tölvuskjá - og lesa - að ég er að verða hálf steikt í hausnum. Þannig að ætli sjónvarpsgláp sé þá ekki bara næst á dagskrá hjá gömlu.

Engin ummæli: