Ég segi það ekki, hún er kannski aðeins að skána, en mikið er ég að verða þreytt á þessu væli hennar. Hún byrjar að væla um leið og við förum á fætur á morgnana og er vælandi mesta partinn af tímanum sem hún er vakandi á daginn og við heima. Það er kraftaverk þegar hún er vakandi og þegir. Nú t.d. var hún að borða og kom svo hingað inn til mín og byrjaði strax að láta vita af sér. Svo labbar hún eirðarlaus um húsið og heldur áfram að væla. Helst vill hún stöðuga athygli, að fá klapp og klór, og allra best er ef hún fær að liggja ofan á mér í sófanum. Þá malar hún stöðugt af ánægju.
En núna þarf ég að fara að keyra Val útá flugvöll. Hann er að fara til Tromsö. Svo þarf ég að skutla Ísaki og vini hans í bíó á eftir, en Andri er staddur í Reykjavík. Þangað fór hann á volvonum, svo ég ek um á húsbóndabílnum um helgina.
Annars er ég í fríi í dag og geri fátt annað en hvíla mig. En ég skrapp reyndar í bæinn í klukkutíma og kíkti aðeins á útsölur. Afrekaði meira að segja að kaupa mér bol og pils, bara dugleg. En já nú verð ég að fara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli