mánudagur, 17. janúar 2011

1-0 í leik Guðnýjar á móti Letinni

Já vá hvað ég var þreytt og langaði mest aftur uppí rúm í morgun. Ég fer ekki að vinna fyrr en kl. tvö og hefði þess vegna vel getað lagt mig aftur. En eftir mikið japl jaml og fuður druslaðist ég í sundið - og vann þar með þessa viðureign við letipúkann. Svo lagaði ég voða fínt til í eldhúsinu þegar ég var búin að borða morgunmatinn, þannig að þessi dagur fer nokkuð vel af stað, þrátt fyrir þreytuna. Lofa engu um framhaldið samt...

Engin ummæli: