mánudagur, 31. janúar 2011
Engin söngstund í gufunni í morgun
Þannig er mál með vexti að einn af þeim karlmönnum sem stundar sundið á morgnana hefur afskaplega gaman af því að syngja. Hann hefur ábyggilega sungið í kór til margra ára og hefur fallega rödd. Einhverra hluta vegna hefur hann tekið uppá því að syngja í gufubaðinu og reynir þá að fá hvern þann sem þar er staddur til að syngja með sér. Um daginn var það ég sem tók máttleysislega undir lagið "Vorvindar glaðir" og gladdi það gufubaðssöngvarann afskaplega. Næsta dag var ég enn að synda þegar hann fór uppúr lauginni og tilkynnti mér glaður í bragði að nú væri komið að söngstund. Þegar ég var búin með sundskammtinn og á leið í gufuna mætti ég einum sem kom þar út. "Hvaða lag var á dagskránni í dag?" spurði ég og fékk að vita að það hefðu verið vorvindar glaðir. Svo kældi viðkomandi sig aðeins niður og fór síðan aftur inn í gufuna og þar hélt söngstundin áfram. Þeir tóku nokkur lög og enduðu svo á Eldgamla Ísafold. Sá þriðji tók undir með þeim en ég ætlaði nú ekki að þenja mig með þremur karlaröddum. Þegar hér var komið sögu var þeim félögum ekki lengur vært inni í gufunni vegna hita og sögðu þetta gott. En ég verð að játa að þetta var bara ansi hressileg byrjun á deginum :-)
laugardagur, 29. janúar 2011
Tveir dásemdardagar og síðan ekki söguna meir
Já, I'm back to my old self again... Fallið var svolítið hátt, og ég viðurkenni fúslega að ég hef verið ansi spæld yfir því að fá ekki að upplifa þetta orkubúst mitt aðeins lengur. En ef ég velti því fyrir mér, þá hugsa ég að ég yrði alveg jafn spæld, ef ekki spældari, ef ég hefði verið hress í viku- eða mánaðartíma og dytti svo úr söðlinum. Þannig að ætli sé ekki bara best að sættast við orðinn hlut.
fimmtudagur, 27. janúar 2011
Meira kellingablogg
Já það er nú meira hvað ég er endalaust að blogga þessa dagana. Að einverju leyti er það fyrir Val, svo hann þurfi nú ekki að missa af einni einustu mínútu af mínu lífi þó hann sé í burtu - en aðallega er það líklega vegna þess að ég sit meira við tölvuna á kvöldin heldur en oft áður. Andri einokar sjónvarpið (eða nærri því, heimsmeistarakeppnin í handbolta sá til þess) og svo nenni ég heldur ekkert að horfa á sjónvarp þessa dagana. Ætli það breytist samt ekki þegar Valur kemur heim, þá getum við haldið áfram að horfa á House seríuna sem við fengum í jólagjöf frá Önnu og Kjell-Einari.
Nú spái ég og spekúlera hvað hafi valdið því að þessi orku-sæluvíma mín stóð svona stutt, eða bara í tvo daga. Borðaði ég eitthvað sem ég mátti ekki? (fékk mér grænmetisböku á kaffihúsinu í gær, líkega hefur verið hveiti í henni en æ mér finnst það nú samt fremur langsótt). Fór ég hreinlega fram úr mér í allri gleðinni yfir nýfenginni orku? Er veðrið að fara svona illa í mig (vindur ? lægð yfir landinu?) Eða, eða, eða... Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. En já ég hafði reyndar farið í sund þrjá morgna í röð og kannski ekki sofið jafn vel allar næturnar. Svo er ég alltaf á leiðinni að byrja að skrásetja allt sem ég borða, hvað ég geri, hvernig veðrið er og hvernig mér líður, svona til að reyna að finna eitthvað samhengi í þessu öllu ef samhengi er að finna.
Ég er samt harðákveðin í að halda áfram að reyna að laga mataræðið hjá mér enn frekar. Drekka helst tvo grænmetishristinga á dag og sleppa sem mestu af brauðmeti/kornmat. Varðandi grænmetishristingana þá er ég núna komin með æði fyrir því að setja rauðrófusafa útí þá og það hlýtur nú að vera afskaplega hollt ;) Svo þarf ég að halda áfram að kafa betur ofan í þessi matarmál öll sömul og reyna að finna út hvað hentar mér best og gefur mér mesta orku og vellíðan. Það er t.d. ótrúlega fyndið hvað bara það að taka út sem mestan sykur og hvítt hveiti leiðir til minna magaummáls. Það er að segja vömbin hættir að vella út fyrir buxnastrenginn, ekki af því maður hafi endilega lést svo mikið, heldur af því maður er ekki alltaf jafn uppþembdur. Og já nú er ég hætt þessu röfli.
Nú spái ég og spekúlera hvað hafi valdið því að þessi orku-sæluvíma mín stóð svona stutt, eða bara í tvo daga. Borðaði ég eitthvað sem ég mátti ekki? (fékk mér grænmetisböku á kaffihúsinu í gær, líkega hefur verið hveiti í henni en æ mér finnst það nú samt fremur langsótt). Fór ég hreinlega fram úr mér í allri gleðinni yfir nýfenginni orku? Er veðrið að fara svona illa í mig (vindur ? lægð yfir landinu?) Eða, eða, eða... Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. En já ég hafði reyndar farið í sund þrjá morgna í röð og kannski ekki sofið jafn vel allar næturnar. Svo er ég alltaf á leiðinni að byrja að skrásetja allt sem ég borða, hvað ég geri, hvernig veðrið er og hvernig mér líður, svona til að reyna að finna eitthvað samhengi í þessu öllu ef samhengi er að finna.
Ég er samt harðákveðin í að halda áfram að reyna að laga mataræðið hjá mér enn frekar. Drekka helst tvo grænmetishristinga á dag og sleppa sem mestu af brauðmeti/kornmat. Varðandi grænmetishristingana þá er ég núna komin með æði fyrir því að setja rauðrófusafa útí þá og það hlýtur nú að vera afskaplega hollt ;) Svo þarf ég að halda áfram að kafa betur ofan í þessi matarmál öll sömul og reyna að finna út hvað hentar mér best og gefur mér mesta orku og vellíðan. Það er t.d. ótrúlega fyndið hvað bara það að taka út sem mestan sykur og hvítt hveiti leiðir til minna magaummáls. Það er að segja vömbin hættir að vella út fyrir buxnastrenginn, ekki af því maður hafi endilega lést svo mikið, heldur af því maður er ekki alltaf jafn uppþembdur. Og já nú er ég hætt þessu röfli.
Aðeins of dugleg í gær = þreytt í dag
Já gærdagurinn var mjög góður á sinn hátt. Ég dreif mig í sund, þriðja daginn í röð, reyndar hálf stressuð á bensínlausum bíl. En ég reyndi að taka bensín hérna úti í Kaupangi en sjálfsalinn þar var bara með múður og vildi ekki samþykkja kortið mitt. Sagði að ég væri með vitlaust pin-númer en það var ég ekki. Þannig að ég ákvað að láta bara á það reyna hvort ég kæmist nú ekki fram og tilbaka og ók af stað. Þegar ég var komin í Hrafnagilsstrætið heyrði ég alltaf eitthvað skrítið hljóð, og áttaði mig á því að ég hafði gleymt að loka bensínlokinu... snillingur ;) Í sundinu fann ég, annan daginn í röð að ég hafði greinilega aðeins meiri orku. Tók meira að segja nokkur flugsundstök, bara svona af því ég fann að ég gat það.
Á leið í vinnuna fór ég með bílinn á þvottastöð og skildi hann þar eftir. Ekki veitti af, hann var óþekkjanlegur af skít. Í vinnunni hefði ég þurft að sitja á rassinum og færa bókhald, en ég var bara ekki í stuði til að sitja á rassinum, svo ég var meira í því að þurrka af ryk og færa vörurnar aðeins til og svona. Sem var líka allt í lagi, ég hef enn tíu daga til stefnu með bókhaldið.
Eftir vinnu fór ég í nudd. Það er algjör lúxus að hafa efni á því að fara í sjúkranudd og þessi nuddari er líka mjög vön að vinna með vefjagigtarsjúklinga. Hún tók sérstaklega fyrir hálsinn og herðarnar og ég var bara eins og nýsleginn túskildingur eftir að hafa verið hjá henni.
Eftir nuddið hafði ég mælt mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi. Við erum góðar vinkonur en hittumst bara eitthvað svo ótrúlega sjaldan. Þannig að það var voða gaman að hittast og spjalla, enda stoppuðum við í tæpa tvo klukkutíma.
Svo dreif ég mig heim til að elda kvöldmatinn. Ég hafði keypt lax daginn áður og sauð hann samkvæmt leiðbeiningum frá eiginmanninum. Meðlætið voru kartöflur og eggjasmjör, en það er nokkuð sem Gunna tengdó gerði alltaf hér áður fyrr. Þá er brætt smjör og útí það eru sett niðurskorin harðsoðin egg. Nammi gott. Ég reyndar sleppti kartöflunum og fékk mér bara salat með í staðinn.
Síðan þurfti að ganga frá í eldhúsinu og setja í uppþvottavél. Og já ég setti líka í þvottavél og settist svo aðeins niður og spjallaði við Val á skype. Þegar því samtali var nýlokið hringdi mamma og við spjölluðum nokkuð lengi saman. Þá hengdi ég uppúr þvottavélinni og dreif mig svo á Bláu könnuna á ljósmyndaskvísuhitting. Ég var reyndar alvarlega að spá í að sleppa því að fara því ég fann að ég var orðin svo lúin, en af því ég gleymdi fundinum síðast þá fannst mér ég verða að fara. Plús að ég hef mjög gaman af því að hitta þessar konur. Við höfum aldrei verið svona margar áður, sem var mjög ánægjulegt. En hins vegar var nánast fullt út úr dyrum á Bláu könnunni og skvaldrið og hávaðinn svo yfirgengilegur að ég átti mjög erfitt með mig. Var nú greinilega ekki ein um það og um hálftíuleytið færðum við okkur yfir á Götubarinn sem var nánast tómur. Það er mjög huggulegur staður og þar vorum við næsta klukkutímann, en þá ákvað ég að drífa mig heim, svona til að klára mig ekki alveg. En á leiðinni heim fann ég að ég var nú orðin ansi lúin og ákvað þá þegar að ég myndi bara leggja mig aftur þegar Ísak væri farinn í skólann í dag.
Sem ég og gerði, og svaf alveg til að verða ellefu, hvorki meira né minna. Og hef auðvitað verið alveg eins og valtað hafi verið yfir mig, því þó mig skorti kannski svefn/hvíld þá verð ég líka alveg eins og klessa ef ég sef of mikið. Það getur verið erfitt að rata þennan gullna meðalveg. Nú er klukkan orðin eitt, ég er að fara að vinna eftir klukkutíma og á alveg eftir að græja mig. Er reyndar búin að fá mér grænmetishristing en þyrfti að fá mér aftur að borða fyrir vinnu. Og svo er spurning hvað á að gefa liðinu (og mér meðtaldri) að borða í kvöld. Hm, það er seinni tíma vandamál. Best að drífa sig í sturtu.
Á leið í vinnuna fór ég með bílinn á þvottastöð og skildi hann þar eftir. Ekki veitti af, hann var óþekkjanlegur af skít. Í vinnunni hefði ég þurft að sitja á rassinum og færa bókhald, en ég var bara ekki í stuði til að sitja á rassinum, svo ég var meira í því að þurrka af ryk og færa vörurnar aðeins til og svona. Sem var líka allt í lagi, ég hef enn tíu daga til stefnu með bókhaldið.
Eftir vinnu fór ég í nudd. Það er algjör lúxus að hafa efni á því að fara í sjúkranudd og þessi nuddari er líka mjög vön að vinna með vefjagigtarsjúklinga. Hún tók sérstaklega fyrir hálsinn og herðarnar og ég var bara eins og nýsleginn túskildingur eftir að hafa verið hjá henni.
Eftir nuddið hafði ég mælt mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi. Við erum góðar vinkonur en hittumst bara eitthvað svo ótrúlega sjaldan. Þannig að það var voða gaman að hittast og spjalla, enda stoppuðum við í tæpa tvo klukkutíma.
Svo dreif ég mig heim til að elda kvöldmatinn. Ég hafði keypt lax daginn áður og sauð hann samkvæmt leiðbeiningum frá eiginmanninum. Meðlætið voru kartöflur og eggjasmjör, en það er nokkuð sem Gunna tengdó gerði alltaf hér áður fyrr. Þá er brætt smjör og útí það eru sett niðurskorin harðsoðin egg. Nammi gott. Ég reyndar sleppti kartöflunum og fékk mér bara salat með í staðinn.
Síðan þurfti að ganga frá í eldhúsinu og setja í uppþvottavél. Og já ég setti líka í þvottavél og settist svo aðeins niður og spjallaði við Val á skype. Þegar því samtali var nýlokið hringdi mamma og við spjölluðum nokkuð lengi saman. Þá hengdi ég uppúr þvottavélinni og dreif mig svo á Bláu könnuna á ljósmyndaskvísuhitting. Ég var reyndar alvarlega að spá í að sleppa því að fara því ég fann að ég var orðin svo lúin, en af því ég gleymdi fundinum síðast þá fannst mér ég verða að fara. Plús að ég hef mjög gaman af því að hitta þessar konur. Við höfum aldrei verið svona margar áður, sem var mjög ánægjulegt. En hins vegar var nánast fullt út úr dyrum á Bláu könnunni og skvaldrið og hávaðinn svo yfirgengilegur að ég átti mjög erfitt með mig. Var nú greinilega ekki ein um það og um hálftíuleytið færðum við okkur yfir á Götubarinn sem var nánast tómur. Það er mjög huggulegur staður og þar vorum við næsta klukkutímann, en þá ákvað ég að drífa mig heim, svona til að klára mig ekki alveg. En á leiðinni heim fann ég að ég var nú orðin ansi lúin og ákvað þá þegar að ég myndi bara leggja mig aftur þegar Ísak væri farinn í skólann í dag.
Sem ég og gerði, og svaf alveg til að verða ellefu, hvorki meira né minna. Og hef auðvitað verið alveg eins og valtað hafi verið yfir mig, því þó mig skorti kannski svefn/hvíld þá verð ég líka alveg eins og klessa ef ég sef of mikið. Það getur verið erfitt að rata þennan gullna meðalveg. Nú er klukkan orðin eitt, ég er að fara að vinna eftir klukkutíma og á alveg eftir að græja mig. Er reyndar búin að fá mér grænmetishristing en þyrfti að fá mér aftur að borða fyrir vinnu. Og svo er spurning hvað á að gefa liðinu (og mér meðtaldri) að borða í kvöld. Hm, það er seinni tíma vandamál. Best að drífa sig í sturtu.
þriðjudagur, 25. janúar 2011
Hm, mig vantar titil á þessa bloggfærslu...
Tíminn flýgur og það styttist í að Valur komi heim frá Tromsö. Næst þegar hann fer er meiningin að ég fari með honum og rifji upp gömul kynni við bæinn. Það verða þá ca. 10 ár síðan ég kom þangað síðast og þá þegar fannst mér mikið hafa breyst frá því við bjuggum þar, svo þetta verður spennandi. En það eru nú tæpir tveir mánuðir þangað til, svo þetta er ekki alveg að bresta á.
Ég held áfram að reyna að passa mataræðið og sykurinn og það gengur svona þokkalega. Síðasta laugardagskvöld var ég nú farin að stelast í kassa af Æði sem Valur á inni í búri, og svo er konfektkassinn sem mamma gaf honum í jólagjöf alveg að klárast... en ég næ markmiðinu að borða ekki nammi á daginn. Sem er afrek út af fyrir sig. Á laugardaginn eldaði ég kjúklingaleggi í barbeque sósu (sem var nú reyndar ansi sykruð því í henni var bæði tómatsósa og sweet-chili sósa) og í gær eldaði ég pylsupasta handa strákunum, en borðaði sjálf kjúklingaafganga og salat með. Í dag ætlaði ég að elda lax en þá leit út fyrir að Andri yrði ekki heima á matmálstíma, svo við Ísak borðuðum afganga. Hann átti afganga af pastanu frá í gær og enn eldri afganga af hrísgrjónagraut en ég bjó mér til afar undarlega eggjaköku. Hún samanstóð af eggi og mjólk, kjúklingaafgöngum (sem loks eru búnir!), osti og rauðlauk. Svo hitaði ég tómata og salat á pönnunni og þetta var nú ansi mikið jukk, það verður að segjast eins og er. En ég er södd, það er aðalatriðið ;-)
Svo er ég búin að vera voða dugleg að gera mér grænmetishristinga og fæ mér að minnsta kosti einn á dag. Æskilegast væri að fá sér tvo. Enda eru þeir stútfullir af næringu. Ég sá að einhver náungi setti kókosolíu í sína hristinga til að gera þá saðsamari, og ég prófaði það í gær. Það var pínu spes, líklega setti ég alltof stóran skammt, svo það var mjög mikið kókosbragð af hristingnum. Svo hef ég verið að nota rauðrófusafa út í þetta, og þá verða hristingarnir afskaplega rauðir og fallegir. Það sem ég þyrfti að gera, í viðbót við það sem ég er að gera, er að minnka brauðát enn frekar, sleppa alveg pasta og svoleiðis mat, sleppa öllu sælgæti og borða meira kjöt/fisk/grænmeti. En já já, þetta kemur, eigum við ekki bara að segja það?
Það kom smá tímabil seinni partinn í gær og framan af degi í dag sem ég var líkari sjálfri mér aftur. Var ekki algjörlega úrvinda af þreytu, heldur fannst eins og ég hefði jafnvel orku til að gera eitthvað. Ég hef ekki fundið þessa tilfinningu í einhverja mánuði - og vá hvað þetta er dásamleg tilfinning. Síðasta ár hefur jú verið algjörlega fáránlegt hvað þreytu varðar, og ég var næstum búin að gleyma því hvernig það er að hafa örlitla orku. Hættan er sú að maður fari alveg á fullt þegar maður fær svona orkuskot, og ég veit af þessari hættu, en mér tókst nú samt ekki alveg að hemja mig. Var jafnvel að spá í að fara að hjálpa vinkonu minni að flytja en Andri kom nú vitinu fyrir mig með það. Í morgun passaði ég mig að synda bara venjulega skammtinn þrátt fyrir að hafa á tilfinningunni að nú gæti ég vel synt heilan helling í viðbót. Og bara það að ganga á sundlaugarbakkanum og vera ekki úrvinda af þreytu, það var dásamlegt.
Svo kom ég heim og borðaði morgunmat og svo... fór ég að þrífa eldavélina (sem var ennþá útötuð í fitu síðan ég steikti kjúklingaleggina frægu á stálpönnu). Þegar ég var að þrífa hana og flísarnar fyrir ofan hana rak ég augun í það hvað viftan var orðin ógeðsleg, svo ég fór að þrífa viftuna... Svo braut ég saman þvott og gekk frá honum. Þegar hér var komið sögu þurfti ég að skamma sjálfa mig og fara og setjast niður. Og þar sem ég settist við tölvuna, fann ég hvernig þreytan helltist yfir mig. Fyrst ætlaði ég nú að reyna að hrista hana af mér með því að fara út að ganga, og var komin í úlpuna og skóna, en ákvað að vera frekar skynsöm og leggja mig aðeins. Ég hlustaði á slökunardisk og steinsofnaði í hálftíma eða svo. Og náði að hressast heilan helling við það. Sem var eins gott því þá var ég ekki eins og lufsa í vinnunni :-)
Ég verð að viðurkenna að þessi örlítið pínu ponsu meiri hressileiki kveikir hjá mér von um að kannski sé nú ástandið eitthvað að skána hjá mér. En um leið óttast ég að þetta sé bara tilviljun og ég eigi ekki að gleðjast svona mikið yfir þessu. En þar sem ég var á góðri leið með að missa alla von - þá ætla ég nú bara að halda í þetta litla hálmstrá mitt aðeins lengur.
Ég held áfram að reyna að passa mataræðið og sykurinn og það gengur svona þokkalega. Síðasta laugardagskvöld var ég nú farin að stelast í kassa af Æði sem Valur á inni í búri, og svo er konfektkassinn sem mamma gaf honum í jólagjöf alveg að klárast... en ég næ markmiðinu að borða ekki nammi á daginn. Sem er afrek út af fyrir sig. Á laugardaginn eldaði ég kjúklingaleggi í barbeque sósu (sem var nú reyndar ansi sykruð því í henni var bæði tómatsósa og sweet-chili sósa) og í gær eldaði ég pylsupasta handa strákunum, en borðaði sjálf kjúklingaafganga og salat með. Í dag ætlaði ég að elda lax en þá leit út fyrir að Andri yrði ekki heima á matmálstíma, svo við Ísak borðuðum afganga. Hann átti afganga af pastanu frá í gær og enn eldri afganga af hrísgrjónagraut en ég bjó mér til afar undarlega eggjaköku. Hún samanstóð af eggi og mjólk, kjúklingaafgöngum (sem loks eru búnir!), osti og rauðlauk. Svo hitaði ég tómata og salat á pönnunni og þetta var nú ansi mikið jukk, það verður að segjast eins og er. En ég er södd, það er aðalatriðið ;-)
Svo er ég búin að vera voða dugleg að gera mér grænmetishristinga og fæ mér að minnsta kosti einn á dag. Æskilegast væri að fá sér tvo. Enda eru þeir stútfullir af næringu. Ég sá að einhver náungi setti kókosolíu í sína hristinga til að gera þá saðsamari, og ég prófaði það í gær. Það var pínu spes, líklega setti ég alltof stóran skammt, svo það var mjög mikið kókosbragð af hristingnum. Svo hef ég verið að nota rauðrófusafa út í þetta, og þá verða hristingarnir afskaplega rauðir og fallegir. Það sem ég þyrfti að gera, í viðbót við það sem ég er að gera, er að minnka brauðát enn frekar, sleppa alveg pasta og svoleiðis mat, sleppa öllu sælgæti og borða meira kjöt/fisk/grænmeti. En já já, þetta kemur, eigum við ekki bara að segja það?
Það kom smá tímabil seinni partinn í gær og framan af degi í dag sem ég var líkari sjálfri mér aftur. Var ekki algjörlega úrvinda af þreytu, heldur fannst eins og ég hefði jafnvel orku til að gera eitthvað. Ég hef ekki fundið þessa tilfinningu í einhverja mánuði - og vá hvað þetta er dásamleg tilfinning. Síðasta ár hefur jú verið algjörlega fáránlegt hvað þreytu varðar, og ég var næstum búin að gleyma því hvernig það er að hafa örlitla orku. Hættan er sú að maður fari alveg á fullt þegar maður fær svona orkuskot, og ég veit af þessari hættu, en mér tókst nú samt ekki alveg að hemja mig. Var jafnvel að spá í að fara að hjálpa vinkonu minni að flytja en Andri kom nú vitinu fyrir mig með það. Í morgun passaði ég mig að synda bara venjulega skammtinn þrátt fyrir að hafa á tilfinningunni að nú gæti ég vel synt heilan helling í viðbót. Og bara það að ganga á sundlaugarbakkanum og vera ekki úrvinda af þreytu, það var dásamlegt.
Svo kom ég heim og borðaði morgunmat og svo... fór ég að þrífa eldavélina (sem var ennþá útötuð í fitu síðan ég steikti kjúklingaleggina frægu á stálpönnu). Þegar ég var að þrífa hana og flísarnar fyrir ofan hana rak ég augun í það hvað viftan var orðin ógeðsleg, svo ég fór að þrífa viftuna... Svo braut ég saman þvott og gekk frá honum. Þegar hér var komið sögu þurfti ég að skamma sjálfa mig og fara og setjast niður. Og þar sem ég settist við tölvuna, fann ég hvernig þreytan helltist yfir mig. Fyrst ætlaði ég nú að reyna að hrista hana af mér með því að fara út að ganga, og var komin í úlpuna og skóna, en ákvað að vera frekar skynsöm og leggja mig aðeins. Ég hlustaði á slökunardisk og steinsofnaði í hálftíma eða svo. Og náði að hressast heilan helling við það. Sem var eins gott því þá var ég ekki eins og lufsa í vinnunni :-)
Ég verð að viðurkenna að þessi örlítið pínu ponsu meiri hressileiki kveikir hjá mér von um að kannski sé nú ástandið eitthvað að skána hjá mér. En um leið óttast ég að þetta sé bara tilviljun og ég eigi ekki að gleðjast svona mikið yfir þessu. En þar sem ég var á góðri leið með að missa alla von - þá ætla ég nú bara að halda í þetta litla hálmstrá mitt aðeins lengur.
sunnudagur, 23. janúar 2011
Ágætasti sunnudagur senn að baki
Mér tókst nú að sofa alltof lengi í morgun, eða til hálf ellefu og varð nú eiginlega bara hálf hvumsa þegar ég vaknaði svona seint. En ég hafði reyndar verið vakandi á milli sjö og átta en bara sofnað aftur, þannig að ef við drögum þann vöku-klukkutíma frá þá má segja að ég hafi vaknað hálf tíu... Eða þannig.. .;) En ég hafði hugsað mér að fara í sund strax klukkan 10 þegar opnaði, svo það ruglaði alveg systemið að hafa sofið svona lengi. Og þar af leiðandi var ég ekki komin í sundið fyrr en um hálf tólf leytið og þá var bara næstum því stappfullt í lauginni. Starfsmaður í sundlauginni hélt að þetta væri fólk sem hefði ella verið í fjallinu, nema hvað það var lokað. Ég synti minn venjulega "míkró skammt" og fór svo í heita pottinn og gufuna samkvæmt venju. Það er verst að ég er að verða svo mikill aumingi að ég hef mig varla í köldu sturtuna lengur, en fór samt aðeins undir bununa í dag.
Þegar ég var komin heim kláraði ég að ganga frá í eldhúsinu eftir kvöldmatinn í gær og braut saman mjólkurfernur og setti fleira dót í viðeigandi endurvinnslu-ílát. Svo spjallaði ég aðeins við Val á Skype, en fór síðan í heimsókn til einnar vinkonu minnar sem ég hef ekki hitt lengi. Eftir heimsóknina var kóræfing og eftir kóræfingu var matarboð hjá Sunnu og Kidda, svo þetta var nú bara ágætasta dagskrá hjá frúnni í dag.
Og nú er ég bara alveg bakk, södd og löt, svo það er nú aldeilis heppilegt að engin sérstök verkefni bíða mín. Þyrfti reyndar að setja í eins og eina þvottavél en úff ég er varla að nenna því.
Já og í þessum skrifuðu orðum hringdi Palli bróðir í mig frá Danmörku og við spjölluðum lengi lengi, svo héðan af mun ég að minnsta kosti pottþétt ekki setja í þvottavél í kvöld. Ætli ég fari nú ekki bara fljótlega í háttinn, gamla konan.
Þegar ég var komin heim kláraði ég að ganga frá í eldhúsinu eftir kvöldmatinn í gær og braut saman mjólkurfernur og setti fleira dót í viðeigandi endurvinnslu-ílát. Svo spjallaði ég aðeins við Val á Skype, en fór síðan í heimsókn til einnar vinkonu minnar sem ég hef ekki hitt lengi. Eftir heimsóknina var kóræfing og eftir kóræfingu var matarboð hjá Sunnu og Kidda, svo þetta var nú bara ágætasta dagskrá hjá frúnni í dag.
Og nú er ég bara alveg bakk, södd og löt, svo það er nú aldeilis heppilegt að engin sérstök verkefni bíða mín. Þyrfti reyndar að setja í eins og eina þvottavél en úff ég er varla að nenna því.
Já og í þessum skrifuðu orðum hringdi Palli bróðir í mig frá Danmörku og við spjölluðum lengi lengi, svo héðan af mun ég að minnsta kosti pottþétt ekki setja í þvottavél í kvöld. Ætli ég fari nú ekki bara fljótlega í háttinn, gamla konan.
laugardagur, 22. janúar 2011
föstudagur, 21. janúar 2011
Lengi getur vont versnað
eða þannig... Þá er ég að vísa í færslu gærdagsins þar sem ég tala um tíðindalítinn dag. Ef eitthvað er var dagurinn í dag enn verri. Ég skrópaði í sundinu í morgun, lagði mig aftur þegar Ísak var farinn í skólann og svaf framundir hádegi. Þannig að ég gerði nákvæmlega ekkert áður en ég fór í vinnuna. Og í vinnunni var rólegt hjá okkur, þó það væri greinilega talsvert rennerí á torginu í heild. Eftir vinnu fór ég á Greifann að sækja pítsur handa strákunum og salat handa mér (uppgötvaði að það er hægt að panta kjúklingasalat, sem er bara snilld). Ég beið "aðeins" í 20 mínútur á Greifanum og í stað þess að það væri 40 mínútna bið eins og sagt var, þá var biðin sem sagt 60 mínútur. Enda var allt á öðrum endanum þarna. Mjög margir að bíða eftir pítsu og slatti af fólki að bíða eftir borði. Sem betur fer var ég í afslöppunargírnum (já eða dauðagírnum bara...) svo ég beið sallaróleg og vottaði ekki fyrir óþolinmæði hjá mér, ótrúlegt en satt.
Eftir matinn talaði ég aðeins við Val á Skype, og skutlaði svo Andra til vinar síns. Já og fékk þá hugdettu að fara í Pennann og spandera á mig eins og einni bók til að lesa í kvöld. Jólabækurnar eru margar hverjar komnar á svo mikinn afslátt, þannig að ég keypti krimmann eftir Árna Þórarins, og ætla að leggjast í hann núna á eftir. Ísak er á balli svo það eru mjög mikil rólegheit í húsinu núna. Birta þegir meira að segja í augnablikinu. Þegar ég kom heim úr vinnunni kom hún "fagnandi" á móti mér, mjálmandi eins og henni væri borgað fyrir það. Andri sagði að hún hefði verið alveg róleg en svo um leið og ég kom byrjaði fjörið. Meiri kellingin, þetta ætlar að taka tíma hjá henni.
En já, ætli ég fari ekki bara í einhver þægileg föt og hendi mér svo uppí sófa með nýju bókina :-)
Eftir matinn talaði ég aðeins við Val á Skype, og skutlaði svo Andra til vinar síns. Já og fékk þá hugdettu að fara í Pennann og spandera á mig eins og einni bók til að lesa í kvöld. Jólabækurnar eru margar hverjar komnar á svo mikinn afslátt, þannig að ég keypti krimmann eftir Árna Þórarins, og ætla að leggjast í hann núna á eftir. Ísak er á balli svo það eru mjög mikil rólegheit í húsinu núna. Birta þegir meira að segja í augnablikinu. Þegar ég kom heim úr vinnunni kom hún "fagnandi" á móti mér, mjálmandi eins og henni væri borgað fyrir það. Andri sagði að hún hefði verið alveg róleg en svo um leið og ég kom byrjaði fjörið. Meiri kellingin, þetta ætlar að taka tíma hjá henni.
En já, ætli ég fari ekki bara í einhver þægileg föt og hendi mér svo uppí sófa með nýju bókina :-)
fimmtudagur, 20. janúar 2011
Sumir dagar eru tíðindaminni en aðrir
og dagurinn í dag var einmitt þannig dagur. Svona dagur sem bara siglir áfram og ekkert markvert gerist. Ég fór í sund í morgun og þar voru rólegheit, ég synti meira að segja í "gömlu" lauginni af því hún er heitari en þessi nýja, og sleppti köldu sturtunni í lokin af því mér hraus hugur við því að fara í kuldann. Í vinnunni voru algjör rólegheit, það æsilegasta sem gerðist var að ég þreif gluggana að utan sem innan. Þar fyrir utan var ég bara að vinna í pappírum, held að ég hafi afgreitt heila tvo viðskiptavini.
Eftir vinnu fór ég í bankann og svo beint heim. Veðrið var orðið eitthvað svo hryssingslegt (kaldur vindur) og mér var bara kalt og illt í skrokknum. Heima dó ég svo bara fyrir framan tölvuna og veit ekki einu sinni hvað ég var að gera í henni. Mér tókst reyndar að elda grjónagraut í kvöldmatinn, á meðan Andri var úti með járnkall og braut niður stóra snjóhrygginn sem hindraði för mína inn á bílaplanið á Volvonum. Flott hjá honum!
Eftir vinnu fór ég í bankann og svo beint heim. Veðrið var orðið eitthvað svo hryssingslegt (kaldur vindur) og mér var bara kalt og illt í skrokknum. Heima dó ég svo bara fyrir framan tölvuna og veit ekki einu sinni hvað ég var að gera í henni. Mér tókst reyndar að elda grjónagraut í kvöldmatinn, á meðan Andri var úti með járnkall og braut niður stóra snjóhrygginn sem hindraði för mína inn á bílaplanið á Volvonum. Flott hjá honum!
Eftir matinn fór ég í sjóðandi heitt bað til að lina aðeins stirðleikann og vöðvaverkina og svo reyndar kom smá andi yfir mig og ég tók nokkrar myndir af úrinu sem sjá má hér.
Þannig er mál með vexti að þegar ég útskrifaðist sem sjúkraliði fyrir einhverjum 27 árum síðan, gaf mamma mér hlut sem nauðsynlegt var að eiga, nefnilega úr með stórum sekúnduvísi. Svona úr/klukku áttu þá allar hjúkrunarkonur og sjúkraliðar og notuðu það til að taka púlsinn hjá sjúklingunum. Ég notaði úrið síðast þegar ég var að vinna á sjúkrahúsinu i Tromsö (þvagfæraskurðdeildinni) en þar tók ég nú bara örfáar vaktir. Það hefur líklega verið árið 1993, tja eða 1992, nú er ég ekki alveg viss. Síðan lagði ég bara úrið til hliðar og hef ekki hugsað mikið um það. Fyrr en á kóræfingu um daginn. Þá sá ég að Kamilla (sem útskrifaðist með mér sem sjúkraliði árið 1983) var með úrið sitt í fallegri gullkeðju um hálsinn. Ég uppveðraðist öll við þetta og leitaði að úrinu mínu (sem var nú reyndar á vísum stað, ótrúlegt en satt) og í dag fór ég og fékk nýja rafhlöðu og splæsti í nýja gullkeðju í leiðinni. Nú er bara eftir að sjá hversu dugleg ég verð að ganga með það, en það passar flott við sum föt, bara eins og skartgripur :-)
miðvikudagur, 19. janúar 2011
Smá stöðuskýrsla í lok dags
Svona rétt til að halda lesendum mínum við efnið... Hehe :o)
Þetta varð nú ágætur dagur þrátt fyrir þreytta byrjun. Jú jú og áframhaldandi þreytta Guðnýju, en ég sigraðist á lönguninni til að leggja mig aftur, húrra fyrir því. Í staðinn er ég að hugsa um að fara bráðum í háttinn og yrði það annað kvöldið í röð sem ég fer í háttinn milli níu og hálftíu (ef af verður).
Já og þarna fór ég að hringja í hana Dóru á móti til að spyrja hvort bíllinn okkar mætti standa á bílaplaninu þeirra í nótt. Það er nefnilega ófært inná planið okkar sökum hláku (það var stærðar snjóbunga á milli götunnar og bílaplansins, sem er upphitað og svo þegar hlánaði svona mikið á einum degi þá hreinlega kemst volvoinn ekki í gegnum bunguna). Það var auðfengið leyfi. Svo fór ég að gera mér grænmetisdrykk og allt í einu er klukkan bara meira en hálf tíu... Ég ætla nú samt mjög fljótlega í háttinn.
Og nú er ég orðin alltof syfjuð til að blogga um daginn í dag. Ég get þó sagt frá því að ég fór ekki í sund, ekki að taka myndir og ekki að heimsækja neina vinkonu. Gerði þó heiðarlega tilraun til þess síðastnefnda en sú vinkona sem ég ætlaði að heimsækja var þá orðin veik. Í staðinn fór ég í bæinn og settist inn í Pennann/Te og kaffi, fékk mér kaffi og hollustuköku og fletti tímaritum. Kíkti aðeins í fatabúðir en keypti ekki neitt. Kíkti í eina snyrtivöruverslun og keypti mér meik og varalit með 30% afslætti. Það fannst mér nokkuð gott því snyrtivörur eru jú svo hræðilega dýrar. Svo kíkti ég líka á sjónvarp sem Valur minn hefur áhuga á að kaupa - og það er mjög flott - en stórt! Hann minnti mig reyndar á það að mér fannst tölvuskjárinn minn líka stór þegar ég fékk hann fyrst... en ekki lengur!
Í dag hafði ég líka samband við Hörpu bloggvinkonu mína og fékk að vita hvernig ég get keypt uppskrift að peysu sem hún hannaði og seldi í prjónatímarit. Ég er reyndar ekki búin að kaupa tímaritið á netinu en hyggst gera það. Líst rosa vel á þessa peysu, hún er aðsniðin en samt með fallegu hálsmáli/háum kraga sem kuldaskræfur eins og ég geta hneppt upp. Dríf örugglega í því á morgun að panta uppskriftina svo ég geti byrjað á peysunni um helgina.
En nú er ég farin að sofa, það er vinna í fyrramálið.
Þetta varð nú ágætur dagur þrátt fyrir þreytta byrjun. Jú jú og áframhaldandi þreytta Guðnýju, en ég sigraðist á lönguninni til að leggja mig aftur, húrra fyrir því. Í staðinn er ég að hugsa um að fara bráðum í háttinn og yrði það annað kvöldið í röð sem ég fer í háttinn milli níu og hálftíu (ef af verður).
Já og þarna fór ég að hringja í hana Dóru á móti til að spyrja hvort bíllinn okkar mætti standa á bílaplaninu þeirra í nótt. Það er nefnilega ófært inná planið okkar sökum hláku (það var stærðar snjóbunga á milli götunnar og bílaplansins, sem er upphitað og svo þegar hlánaði svona mikið á einum degi þá hreinlega kemst volvoinn ekki í gegnum bunguna). Það var auðfengið leyfi. Svo fór ég að gera mér grænmetisdrykk og allt í einu er klukkan bara meira en hálf tíu... Ég ætla nú samt mjög fljótlega í háttinn.
Og nú er ég orðin alltof syfjuð til að blogga um daginn í dag. Ég get þó sagt frá því að ég fór ekki í sund, ekki að taka myndir og ekki að heimsækja neina vinkonu. Gerði þó heiðarlega tilraun til þess síðastnefnda en sú vinkona sem ég ætlaði að heimsækja var þá orðin veik. Í staðinn fór ég í bæinn og settist inn í Pennann/Te og kaffi, fékk mér kaffi og hollustuköku og fletti tímaritum. Kíkti aðeins í fatabúðir en keypti ekki neitt. Kíkti í eina snyrtivöruverslun og keypti mér meik og varalit með 30% afslætti. Það fannst mér nokkuð gott því snyrtivörur eru jú svo hræðilega dýrar. Svo kíkti ég líka á sjónvarp sem Valur minn hefur áhuga á að kaupa - og það er mjög flott - en stórt! Hann minnti mig reyndar á það að mér fannst tölvuskjárinn minn líka stór þegar ég fékk hann fyrst... en ekki lengur!
Í dag hafði ég líka samband við Hörpu bloggvinkonu mína og fékk að vita hvernig ég get keypt uppskrift að peysu sem hún hannaði og seldi í prjónatímarit. Ég er reyndar ekki búin að kaupa tímaritið á netinu en hyggst gera það. Líst rosa vel á þessa peysu, hún er aðsniðin en samt með fallegu hálsmáli/háum kraga sem kuldaskræfur eins og ég geta hneppt upp. Dríf örugglega í því á morgun að panta uppskriftina svo ég geti byrjað á peysunni um helgina.
En nú er ég farin að sofa, það er vinna í fyrramálið.
Dagurinn í dag er eins og ómálaður strigi
og það er í mínu valdi hvað ég mála á hann. Hm, er þetta ekki hæfilega væmin byrjun á bloggi dagsins?
Ég var eitthvað að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera í dag og staðreyndin er sú að ég hef engum sérstökum skyldum að gegna á þessum annars ágæta miðvikudegi. Ég er í fríi í vinnunni og hef ekki mælt mér mót við neinn, né skipulagt nokkuð. Þannig að stóra spurningin er: Hvað á ég að taka mér fyrir hendur í dag? Staðreyndin er sú að ég gæti vissulega verið hressari, þannig að það er nokkuð ljóst að ekki mun ég afreka neitt stórkostlegt. Og einmitt vegna þess að nú er ég búin að sofa í 9 klt. og ætti að vera 100% hress - en er bara svona 20-30% hress, þá verð ég að viðurkenna að ég á í smá ströggli með að halda haus, svona andlega séð.
Ég er ekki þunglynd, heldur bara leið á sjálfri mér og mínum endalausa slappleika. Samt reyni ég að hugsa svona eins og séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir talaði um á fyrirlestri einu sinni: Hvað get ég gert til að dagurinn í dag verði góður dagur? Jú ég gæti hreyft mig eitthvað. Líklega yrði það þá sund því nú er komin hláka og mig grunar að það verði hált að ganga úti. Ég hafði hugsað mér að fara út að taka myndir en fyrir utan að heyra hljóðið í vindinum, þá veit ég ekki hvernig veðrið er úti því enn er svartamyrkur. Ég gæti reynt að fara í heimsókn til einhverrar vinkonu, en þeim (sem búa hér í bænum) hefur nú farið fækkandi á undanförnum árum, plús að flestir eru jú í vinnu á daginn. Ég þyrfti helst að taka niður jólagardínurnar og týna saman jólaskrautið - en úff ég bara nenni því ekki. Ég gæti gert eitthvað skapandi s.s. byrjað á nýrri lopapeysu. Lopann á ég en vantar uppskrift, var að spá í að prjóna úr einföldum hespulopa, þó ég viti að þannig peysur endist kannski ekki mjög lengi. Ég gæti lesið í söngbókinni sem Valur gaf mér í jólagjöf og sungið nokkra tóna í æfingaskyni. Ég gæti ... ég gæti... Svo er það bara spurningin um framkvæmdina. Úff púff og mig langar helst aftur upp í rúm. Sem er ekki gáfulegt en kannski ekkert óhemju vitlaust heldur. Gæti tekið með mér einhverja góða bók uppí rúm ;-)
Ég var eitthvað að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera í dag og staðreyndin er sú að ég hef engum sérstökum skyldum að gegna á þessum annars ágæta miðvikudegi. Ég er í fríi í vinnunni og hef ekki mælt mér mót við neinn, né skipulagt nokkuð. Þannig að stóra spurningin er: Hvað á ég að taka mér fyrir hendur í dag? Staðreyndin er sú að ég gæti vissulega verið hressari, þannig að það er nokkuð ljóst að ekki mun ég afreka neitt stórkostlegt. Og einmitt vegna þess að nú er ég búin að sofa í 9 klt. og ætti að vera 100% hress - en er bara svona 20-30% hress, þá verð ég að viðurkenna að ég á í smá ströggli með að halda haus, svona andlega séð.
Ég er ekki þunglynd, heldur bara leið á sjálfri mér og mínum endalausa slappleika. Samt reyni ég að hugsa svona eins og séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir talaði um á fyrirlestri einu sinni: Hvað get ég gert til að dagurinn í dag verði góður dagur? Jú ég gæti hreyft mig eitthvað. Líklega yrði það þá sund því nú er komin hláka og mig grunar að það verði hált að ganga úti. Ég hafði hugsað mér að fara út að taka myndir en fyrir utan að heyra hljóðið í vindinum, þá veit ég ekki hvernig veðrið er úti því enn er svartamyrkur. Ég gæti reynt að fara í heimsókn til einhverrar vinkonu, en þeim (sem búa hér í bænum) hefur nú farið fækkandi á undanförnum árum, plús að flestir eru jú í vinnu á daginn. Ég þyrfti helst að taka niður jólagardínurnar og týna saman jólaskrautið - en úff ég bara nenni því ekki. Ég gæti gert eitthvað skapandi s.s. byrjað á nýrri lopapeysu. Lopann á ég en vantar uppskrift, var að spá í að prjóna úr einföldum hespulopa, þó ég viti að þannig peysur endist kannski ekki mjög lengi. Ég gæti lesið í söngbókinni sem Valur gaf mér í jólagjöf og sungið nokkra tóna í æfingaskyni. Ég gæti ... ég gæti... Svo er það bara spurningin um framkvæmdina. Úff púff og mig langar helst aftur upp í rúm. Sem er ekki gáfulegt en kannski ekkert óhemju vitlaust heldur. Gæti tekið með mér einhverja góða bók uppí rúm ;-)
mánudagur, 17. janúar 2011
Mataræði dagsins
Ég byrjaði daginn á að fá mér ósoðið haframjöl en eftir samtal við systur mína í gær er ég farin að efast um það hversu heilsusamlegt það er... Hún hafði nefnilega lesið eða heyrt að það væri auðveldara að melta soðið haframjöl. Í framhaldinu fór ég að spá í að kannski væri bara gott að leggja hafrana í bleyti yfir nótt, kannski það auðveldi meltinguna? Og í enn frekara framhaldi fór ég að lesa um hollustu (eða óhollustu) kornvara og sýnist nú sitt hverjum um þau mál. Þeir sem aðhyllast steinaldarfæði eru ekki hrifnir af kornvörum og segja þær afar slæmar þar sem líkaminn eigi svo erfitt með að melta þær. Þannig að ein hugmynd er jú að sleppa bara öllum kornvörum og sjá hvað það gerir fyrir mann. Kannski í einn mánuð eða svo? Hm, ég spái í það.
En já önnur máltíð dagsins var grænmetissúpa (gerð frá grunni af Guðnýju sjálfri). Mm, mér finnast alvöru grænmetissúpur svo góðar. Í vinnunni fékk ég mér te og hafraklatta, en kvöldmaturinn toppaði matartekju dagsins... nefnilega fiskibollur úr dós með hrísgrjónum og karrísósu. Fiskibollurnar eru kannski ekkert svo voðalega óhollar, en samkvæmt innihaldslýsingu er fiskur aðeins 45% innihaldsins, hitt er vatn, kartöflumjöl og eitthvað sem ég man ekki... (Mjög áreiðanlegar upplýsingar hér á ferð). En já já svo notaði ég hvítt hveiti í karrýsósuna. Ætli ég geri mér ekki grænmetishristing núna á eftir til að vega upp á móti kvöldmatnum.
Ég væri alveg til í að borða steinaldarfæði - en það væri nú auðveldara ef maður væri með sérstakan kokk á sínum snærum (já ég veit, Valur eldar alltaf ofan í mig en aðal vandamálið er jú að maturinn sem við borðum þarf helst að falla í kramið hjá yngri kynslóðinni líka og þeir vilja fá sínar pítsur, pasta o.s.frv. og hafa engan sérstakan áhuga á hollu mataræði).
Svo er alveg önnur saga hvort breytt mataræði dugar eitt og sér til að hemja vanlíðanina tengda vefjagigtinni. Ég var að lesa ummæli konu einhvers staðar sem hafði verið að gera allt rétt (borða glútenfrítt, vera dugleg að hreyfa sig, stunda slökun o.s.frv.) og var komin á beinu brautina að því er hún hélt, en þá fékk hún þetta líka svaka gigtarkast þrátt fyrir allt, svo það er ekki gott að vita hvað er rétt og rangt í þessum málum öllum.
P.S. Ég var rétt að enda við að drekka risastórt glas af afskaplega bragðgóðum heilsuhristingi. Í hann fór: tómatur, sellerí, gúrka, engifer, spínat, gulrót, rauðrófusafi og gulrótar/appelsínusafi. Þannig að ég enda daginn með ansi góða samvisku, svona matarlega séð.
En já önnur máltíð dagsins var grænmetissúpa (gerð frá grunni af Guðnýju sjálfri). Mm, mér finnast alvöru grænmetissúpur svo góðar. Í vinnunni fékk ég mér te og hafraklatta, en kvöldmaturinn toppaði matartekju dagsins... nefnilega fiskibollur úr dós með hrísgrjónum og karrísósu. Fiskibollurnar eru kannski ekkert svo voðalega óhollar, en samkvæmt innihaldslýsingu er fiskur aðeins 45% innihaldsins, hitt er vatn, kartöflumjöl og eitthvað sem ég man ekki... (Mjög áreiðanlegar upplýsingar hér á ferð). En já já svo notaði ég hvítt hveiti í karrýsósuna. Ætli ég geri mér ekki grænmetishristing núna á eftir til að vega upp á móti kvöldmatnum.
Ég væri alveg til í að borða steinaldarfæði - en það væri nú auðveldara ef maður væri með sérstakan kokk á sínum snærum (já ég veit, Valur eldar alltaf ofan í mig en aðal vandamálið er jú að maturinn sem við borðum þarf helst að falla í kramið hjá yngri kynslóðinni líka og þeir vilja fá sínar pítsur, pasta o.s.frv. og hafa engan sérstakan áhuga á hollu mataræði).
Svo er alveg önnur saga hvort breytt mataræði dugar eitt og sér til að hemja vanlíðanina tengda vefjagigtinni. Ég var að lesa ummæli konu einhvers staðar sem hafði verið að gera allt rétt (borða glútenfrítt, vera dugleg að hreyfa sig, stunda slökun o.s.frv.) og var komin á beinu brautina að því er hún hélt, en þá fékk hún þetta líka svaka gigtarkast þrátt fyrir allt, svo það er ekki gott að vita hvað er rétt og rangt í þessum málum öllum.
P.S. Ég var rétt að enda við að drekka risastórt glas af afskaplega bragðgóðum heilsuhristingi. Í hann fór: tómatur, sellerí, gúrka, engifer, spínat, gulrót, rauðrófusafi og gulrótar/appelsínusafi. Þannig að ég enda daginn með ansi góða samvisku, svona matarlega séð.
1-0 í leik Guðnýjar á móti Letinni
Já vá hvað ég var þreytt og langaði mest aftur uppí rúm í morgun. Ég fer ekki að vinna fyrr en kl. tvö og hefði þess vegna vel getað lagt mig aftur. En eftir mikið japl jaml og fuður druslaðist ég í sundið - og vann þar með þessa viðureign við letipúkann. Svo lagaði ég voða fínt til í eldhúsinu þegar ég var búin að borða morgunmatinn, þannig að þessi dagur fer nokkuð vel af stað, þrátt fyrir þreytuna. Lofa engu um framhaldið samt...
sunnudagur, 16. janúar 2011
Klukkutími er töfratími
þegar kemur að úthaldi mínu. Bæði í bæjarferðinni í gær og ljósmyndaferðinni í dag. Tja ljósmyndaferðin kom nú eiginlega óvart uppá. Ég var eiginlega á leiðinni í sund en sá þá að loksins var heiðskírt úti og mér sýndist glitta í bleikan himinn þarna einhvers staðar. Þannig að ég greip myndavélina og ætlaði að smella af nokkrum myndum fyrir sund. En svo fór ég bara ekkert í sund þegar upp var staðið. Enda miklu skemmtilegra að vera úti í frostinu og bleika himninum. Lengst af var ég niðri við Leirur og það var 11-12 stiga frost þar, enda skilst mér að þar myndist oft kuldapollur þegar hlýrra er annars staðar í bænum. En eftir klukkutíma var mig farið að verkja í skrokkinn og orðin þreytt og svöng, svo ég dreif mig heim á leið. Þannig að hér er ég nú, búin að taka myndir, búin að borða en óböðuð ennþá. Mest langar mig út aftur með myndavélina því nú er sólin komin upp, í fyrsta sinn í mjög langan tíma. En það væri ekki skynsamlegt því þá klára ég orkuna mína endanlega og ég á eftir að gera ýmislegt fleira í dag. Kóræfing er eitt af því og ég þyrfti nú eiginlega að kíkja aðeins á nýja lagið sem við byrjuðum að æfa síðast. Svo ætlaði ég í Nettó og birgja heimilið upp af heilsuvörum og frosnum berjum, en hvort tveggja er nú á tilboði. En ef satt skal segja þá er ég eiginlega bara þreytt núna og langar mest til að leggja mig. Sem er náttúrulega fullkomlega eðlilegt þegar maður hefur verið á fótum í heila þrjá tíma...
Ég var enn eina ferðina að skoða vefsíður um hráfæði í gær og með voða fögur fyrirheit um að auka hlutfall slíks matar hjá mér. Fyrsta skrefið átti að vera að gera oftar hristinga úr grænmeti og ávöxtum og jafnvel borða svoleiðis tvisvar til þrisvar á dag. En þegar ég kom inn úr frostinu áðan langaði mig mest í eitthvað heitt, þannig að ég spældi mér tvö egg og ristaði brauð og hitaði te. Þar fór það fyrirheit...
Ég var enn eina ferðina að skoða vefsíður um hráfæði í gær og með voða fögur fyrirheit um að auka hlutfall slíks matar hjá mér. Fyrsta skrefið átti að vera að gera oftar hristinga úr grænmeti og ávöxtum og jafnvel borða svoleiðis tvisvar til þrisvar á dag. En þegar ég kom inn úr frostinu áðan langaði mig mest í eitthvað heitt, þannig að ég spældi mér tvö egg og ristaði brauð og hitaði te. Þar fór það fyrirheit...
laugardagur, 15. janúar 2011
Birta þegir í augnablikinu
Ég segi það ekki, hún er kannski aðeins að skána, en mikið er ég að verða þreytt á þessu væli hennar. Hún byrjar að væla um leið og við förum á fætur á morgnana og er vælandi mesta partinn af tímanum sem hún er vakandi á daginn og við heima. Það er kraftaverk þegar hún er vakandi og þegir. Nú t.d. var hún að borða og kom svo hingað inn til mín og byrjaði strax að láta vita af sér. Svo labbar hún eirðarlaus um húsið og heldur áfram að væla. Helst vill hún stöðuga athygli, að fá klapp og klór, og allra best er ef hún fær að liggja ofan á mér í sófanum. Þá malar hún stöðugt af ánægju.
En núna þarf ég að fara að keyra Val útá flugvöll. Hann er að fara til Tromsö. Svo þarf ég að skutla Ísaki og vini hans í bíó á eftir, en Andri er staddur í Reykjavík. Þangað fór hann á volvonum, svo ég ek um á húsbóndabílnum um helgina.
Annars er ég í fríi í dag og geri fátt annað en hvíla mig. En ég skrapp reyndar í bæinn í klukkutíma og kíkti aðeins á útsölur. Afrekaði meira að segja að kaupa mér bol og pils, bara dugleg. En já nú verð ég að fara.
En núna þarf ég að fara að keyra Val útá flugvöll. Hann er að fara til Tromsö. Svo þarf ég að skutla Ísaki og vini hans í bíó á eftir, en Andri er staddur í Reykjavík. Þangað fór hann á volvonum, svo ég ek um á húsbóndabílnum um helgina.
Annars er ég í fríi í dag og geri fátt annað en hvíla mig. En ég skrapp reyndar í bæinn í klukkutíma og kíkti aðeins á útsölur. Afrekaði meira að segja að kaupa mér bol og pils, bara dugleg. En já nú verð ég að fara.
fimmtudagur, 13. janúar 2011
Stutt og laggott
Ég fæ alltaf svo mikið samviskubit þegar ég er búin að vera að væla/skrifa um mig og mína gigt hér á bloggið. En þar sem þetta er stór hluti af því hver ég er í dag þá er erfitt að gera það ekki. Svo blogga ég þá bara ekki í einhvern tíma, því mér finnst ég ekki geta skrifað um neitt sérstakt þegar dagarnir fara bara í það að reyna að lifa þá af, svona í stórum dráttum. En eins og ég segi þá er þetta ástand því miður orðið alltof stór partur af mér og mínu lífi og er líka farið að hafa mikil áhrif á fólkið í kringum mig, þannig að það er ekki gott að vita hvernig á að höndla þetta allt saman.
Í morgun var ég alveg ónýt þegar ég vaknaði og lagði mig aftur þegar Ísak var farinn í skólann. Sem aftur leiddi til þess að nú er klukkan að verða eitt, ég á að mæta í vinnu klukkan tvö, og er ekki búin að gera neitt í dag nema borða morgunmat, leysa eina krossgátu og spjalla örstutt við Hrefnu mína á Skype. Ég hafði hugsað mér að kíkja aðeins í búðir áður en ég færi í vinnuna. Það er 20% afsláttur á snyrtivörum í Jöru og mig vantar nýtt meik og nýjan maskara. Svo ætlaði ég að skreppa í Pier og kaupa nýja púða í Hellinn hans Vals. Eins er útsala í Levi's búðinni og það er nú alltaf gott að eiga nóg af gallabuxum... Þetta hljómar eins og ég eigi helling af gallabuxum en það er nú ekki rétt. Ég á einar sem eru í lagi og aðrar sem kom allt í einu dularfullt gat í og svo líklega tvennar sem ég passa ekki lengur í. En eins og staðan er núna er afar ólíklegt að ég nái þessu öllu + að fara í sturtu og græja mig á þessum klukkutíma sem ég hef til umráða. Gallabuxurnar fá því að bíða.
Í morgun var ég alveg ónýt þegar ég vaknaði og lagði mig aftur þegar Ísak var farinn í skólann. Sem aftur leiddi til þess að nú er klukkan að verða eitt, ég á að mæta í vinnu klukkan tvö, og er ekki búin að gera neitt í dag nema borða morgunmat, leysa eina krossgátu og spjalla örstutt við Hrefnu mína á Skype. Ég hafði hugsað mér að kíkja aðeins í búðir áður en ég færi í vinnuna. Það er 20% afsláttur á snyrtivörum í Jöru og mig vantar nýtt meik og nýjan maskara. Svo ætlaði ég að skreppa í Pier og kaupa nýja púða í Hellinn hans Vals. Eins er útsala í Levi's búðinni og það er nú alltaf gott að eiga nóg af gallabuxum... Þetta hljómar eins og ég eigi helling af gallabuxum en það er nú ekki rétt. Ég á einar sem eru í lagi og aðrar sem kom allt í einu dularfullt gat í og svo líklega tvennar sem ég passa ekki lengur í. En eins og staðan er núna er afar ólíklegt að ég nái þessu öllu + að fara í sturtu og græja mig á þessum klukkutíma sem ég hef til umráða. Gallabuxurnar fá því að bíða.
sunnudagur, 9. janúar 2011
Dagurinn í dag
byrjaði ekki vel. Ég var úrvinda af þreytu og vanlíðan þegar ég vaknaði í morgun. Verstir voru verkirnir í augunum og reyndar var ég slæm í hnakkanum líka, en það bliknaði í samanburði við augnverkina.
Þegar við bjuggum í Tromsö hélt ég að ég hlyti að sjá illa, því það var eina ástæðan sem mér datt í hug fyrir því að vera illt í augunum. Þannig að ég fór til sjóntækjafræðings sem mældi sjónina og sagði að það væri ekkert að henni. Einhverjum árum eftir að við vorum flutt hingað heim ákvað ég að fara til augnlæknis og láta athuga augun, því mér varð alltaf af og til svona rosalega illt í þeim. Auðvitað kom ekkert út úr þeirri rannsókn heldur. Þónokkru síðar fór ég enn til sjóntækjafræðings því mér fannst að það hlyti að eiga að finnast skýring á þessum verkjum. Í þetta sinn mældi sjóntækjafræðingurinn smá fjarsýni og ég fékk mér gleraugu einhvern tímann í framhaldinu af því. Gleraugun nýtast mér alveg þar sem ég er, eins og flestir á mínum aldri, með aldurstengda fjarsýni, en verkirnir héldu samt áfram að koma alltaf af og til. Það var ekki fyrr en á fyrirlestri um vefjagigt fyrir tveimur árum síðan, að ég áttaði mig á því að augnverkirnir eru vefjagigtarverkir. Þá útskýrði Eydís Valgarðsdóttir sjúkraþjálfari að fólk gæti fengið vefjagigtarverki í alla vöðva líkamans, meðal annars í grindarbotsvöðva og augnvöðva. Þannig að loks fékk ég skýringu á því sem hafði verið að angra mig öll þessi ár.
Nóg um það. Ég reyndi að þrjóskast við, og við Valur fórum út í smá bíltúr með myndavélarnar. Eftir þann stutta túr var ég algjörlega ónýt - en við áttum miða á tónleika klukkan fjögur. Mér datt í hug að reyna að fá Ísak til að fara í staðinn fyrir mig því mig langaði mest til að leggjast undir sæng. En hann hafði engan áhuga... svo ég tók verkjatöflu, málaði mig, skipti um föt og fór á tónleikana. Þetta voru reyndar frábærir tónleikar og ekki neinn brjálaður hávaði, svo í raun leið mér betur á eftir. Svo ég ákvað að skella mér á kóræfingu, sem ég og gerði og það var bara mjög gaman að hitta kórinn aftur eftir jólafrí. Í kvöld hef ég svo verið eins og skítur og líðanin er svona eins og flensa sé að hellast yfir mig. En þetta er jú ekki flensa, þetta er bara gigtin að minna á sig. Svo nú er bara að halda áfram að harka af sér... eða reyna það öllu heldur.
laugardagur, 8. janúar 2011
Jamm og jæja
Ég er eitthvað hálf andlaus í augnablikinu. Það gæti reyndar haft eitthvað að gera með þá staðreynd að ég er búin að vera að vinna mikið í pappírum undanfarið og fyrir framan tölvu + að við erum endalaust að telja vörur í vinnunni. Sem sagt ekki mikið um upplyftingu. Það rætist nú reyndar úr því á morgun, bara spurning um hvaða upplyftingu verður að ræða. Við Valur eigum miða á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi klukkan fjögur - en svo er fyrsta kóræfing ársins klukkan fimm - og nokkuð ljóst að ég get ekki verið á báðum stöðum.
Annars verð ég nú eiginlega að segja frá því að Valur gaf mér bók um söngtækni í jólagjöf og bætti um betur með því að gefa mér fimm söngtíma líka. Ég er aðeins búin að fletta bókinni og á örugglega eftir að hafa mjög gaman af bæði bókinni og söngtímunum.
Talandi um jólagjafir þá fengum við sjónvarpsþætti með Dr. House í jólagjöf frá Önnu og Kjell-Einari og við Valur erum að horfa á þá, svona á svipaðan hátt og maður myndi borða uppúr góðum konfektkassa. Einn þátt á kvöldi, einstaka sinnum tvo ;-)
Já og talandi um fleiri jólagjafir þá fékk ég þessar fínu ullarhosur (tátiljur) frá mömmu, sem hún var að sjálfsögðu búin að prjóna sjálf. Svona jólagjafir sem ylja koma sér alltaf vel, sérstaklega þegar manni (konu) er alltaf kalt eins og mér.
Og þar sem við erum komin að jólum þá koma áramótin næst í hugann. Hrefna og Egil borðuðu hjá okkur en venjulega er Hrefna hjá föðurfjölskyldunni um áramótin. Þá buðum við Einari pabba Hrefnu líka í mat, svo það var óvenju fjölmennt, eða sjö í mat. Sem er mikið miðað við í fyrra en þá vorum við bara þrjú... Ég tók fram myndavélina en annars er ég óhemju léleg að taka myndir hér heima við.
Annars verð ég nú eiginlega að segja frá því að Valur gaf mér bók um söngtækni í jólagjöf og bætti um betur með því að gefa mér fimm söngtíma líka. Ég er aðeins búin að fletta bókinni og á örugglega eftir að hafa mjög gaman af bæði bókinni og söngtímunum.
Talandi um jólagjafir þá fengum við sjónvarpsþætti með Dr. House í jólagjöf frá Önnu og Kjell-Einari og við Valur erum að horfa á þá, svona á svipaðan hátt og maður myndi borða uppúr góðum konfektkassa. Einn þátt á kvöldi, einstaka sinnum tvo ;-)
Já og talandi um fleiri jólagjafir þá fékk ég þessar fínu ullarhosur (tátiljur) frá mömmu, sem hún var að sjálfsögðu búin að prjóna sjálf. Svona jólagjafir sem ylja koma sér alltaf vel, sérstaklega þegar manni (konu) er alltaf kalt eins og mér.
Og þar sem við erum komin að jólum þá koma áramótin næst í hugann. Hrefna og Egil borðuðu hjá okkur en venjulega er Hrefna hjá föðurfjölskyldunni um áramótin. Þá buðum við Einari pabba Hrefnu líka í mat, svo það var óvenju fjölmennt, eða sjö í mat. Sem er mikið miðað við í fyrra en þá vorum við bara þrjú... Ég tók fram myndavélina en annars er ég óhemju léleg að taka myndir hér heima við.
fimmtudagur, 6. janúar 2011
Stíf- og stirðleikadagur í dag
Og ég sem fór í nudd í gær og hefði þess vegna átt að vera öll mjúk og liðug í dag... En þannig virkar það víst ekki. Ég stressaðist nú pínu upp í morgun þegar ég sá hvernig veðrið var orðið, 10 stiga frost og bylur, því bæði áttu Hrefna og Egil að fljúga suður í dag og eins átti Valur að koma keyrandi heim frá Sauðárkróki. En til að gera langa sögu stutta, þá komust allir aðilar farsællega á leiðarenda, svo ég hefði getað sleppt stressinu.
Þar sem Hrefna og þau eru farin, erum við aftur bara orðin fjögur í húsinu (fimm með Brjáluðu-Birtu) og það er pínu skrítið. Alltaf skrítið fyrst á eftir þegar fækkar í húsinu en svo venst það. Máni er reyndar kominn heim aftur, í mjög breyttu formi frá því hann var hér síðast. Það er nefnilega búið að brenna hann og ég bað um að fá öskuna (meðan ég var enn alveg miður mín yfir því að hafa þurft að láta svæfa hann). Svo þegar askan er komin þá veit ég nú ekki hvað á að gera við hana. Ætli við bíðum ekki bara þar til í sumar og dreifum henni úti í garði.
Nú eru byrjaðar útsölur í bænum og sennilega hefði ég skroppið stuttan verslunarrúnt ef veðrið hefði verið skaplegra. Ég gæti svo sem alveg farið, veðrið er ekki það slæmt en ætli ég nenni því nú nokkuð. Er eiginlega á því stiginu núna að nenna engu. En ég fór þó í vinnuna í dag og hélt áfram að telja vörur. Einn verslunareigandi leit við hjá mér og sagðist nú ekkert ætla að telja, heldur bara giska á þetta. Það hefði munað svo sáralitlu á giskinu og raunveruleikanum í fyrra. Okkur Sunnu hefði nú aldrei dottið svona glæframennska í hug, enda hefur lagerinn yfirleitt vaxið ár frá ári hjá okkur og um að gera að hafa eignastöðuna rétta.
Ég gæti leikið mér í Lightroom, nýja myndvinnsluforritinu mínu, en æi ég er búin að stara eitthvað svo mikið á tölvuskjá síðustu daga. Úff, ég hreinlega veit ekkert hvað ég á að taka mér fyrir hendur í augnablikinu!
Þar sem Hrefna og þau eru farin, erum við aftur bara orðin fjögur í húsinu (fimm með Brjáluðu-Birtu) og það er pínu skrítið. Alltaf skrítið fyrst á eftir þegar fækkar í húsinu en svo venst það. Máni er reyndar kominn heim aftur, í mjög breyttu formi frá því hann var hér síðast. Það er nefnilega búið að brenna hann og ég bað um að fá öskuna (meðan ég var enn alveg miður mín yfir því að hafa þurft að láta svæfa hann). Svo þegar askan er komin þá veit ég nú ekki hvað á að gera við hana. Ætli við bíðum ekki bara þar til í sumar og dreifum henni úti í garði.
Nú eru byrjaðar útsölur í bænum og sennilega hefði ég skroppið stuttan verslunarrúnt ef veðrið hefði verið skaplegra. Ég gæti svo sem alveg farið, veðrið er ekki það slæmt en ætli ég nenni því nú nokkuð. Er eiginlega á því stiginu núna að nenna engu. En ég fór þó í vinnuna í dag og hélt áfram að telja vörur. Einn verslunareigandi leit við hjá mér og sagðist nú ekkert ætla að telja, heldur bara giska á þetta. Það hefði munað svo sáralitlu á giskinu og raunveruleikanum í fyrra. Okkur Sunnu hefði nú aldrei dottið svona glæframennska í hug, enda hefur lagerinn yfirleitt vaxið ár frá ári hjá okkur og um að gera að hafa eignastöðuna rétta.
Ég gæti leikið mér í Lightroom, nýja myndvinnsluforritinu mínu, en æi ég er búin að stara eitthvað svo mikið á tölvuskjá síðustu daga. Úff, ég hreinlega veit ekkert hvað ég á að taka mér fyrir hendur í augnablikinu!
þriðjudagur, 4. janúar 2011
Gamla er bara farin að fá komment á bloggið sitt...
sem gerir það að verkum að hún eflist öll í bloggskrifunum. Svo er nú annar handleggur hvort það er gott eða slæmt... En já, nú er lífið að færast í sinn vanagang eftir jólin, bæði í vinnu og heima. Ísak fór í skólann í dag og við Valur í vinnu, en Hrefna er reyndar enn hjá okkur og danskur vinur hennar líka. Þau fara suður á morgun eða hinn en síðast þegar ég vissi var ekki komin ákveðin dagsetning á það. Það er búið að vera voða notalegt að hafa þau og verður skrítið þegar þau fara. En svoleiðis er það nú bara alltaf. Andri og Ísak búa að minnsta kosti ennþá heima, þó Andri hafi nú stundum ýjað að því að hleypa heimdraganum bráðlega.
Í morgun gerði ég eitt sem ég hef aldrei gert áður. Ég var búin að setja sundfötin í tösku og klæða mig í útiföt þegar ég opnaði útihurðina - og lokaði henni aftur án þess að fara í sund. Veðrið var svo ótrúlega leiðinlegt eitthvað. Rétt um það leyti sem ég opnaði hurðina brast á með norðan stórhríð og ég bara gat ekki hugsað mér að ráfa um á sundlaugarbakkanum í þessu veðri. Þannig að í staðinn fór ég í vel heitt bað hérna heima. Stillingin á krananum gerir það hins vegar að verkum að ég næ baðinu aldrei eins heitu og ég helst vildi hafa það, en ég brenni mig þá heldur ekki á meðan.
Í vinnunni er það vörutalning sem er aðalmálið þessa dagana. Sem fyrr, þá lokum við ekki búðinni því það er svo rólegt, en dundum okkur við þetta í einhverja daga. Fyrstu dagarnir eru yfirleitt bærilegir en svo þegar á líður fer þetta að verða ansi leiðigjarnt. Ekki bætir úr skák að við erum alltaf að fjölga vörutegunum, þannig að þetta verður eiginlega seinlegra ár frá ári. En jú jú, það hefst allt að lokum.
Birta er enn mjög óróleg á köflum og greinilega mjög öryggislaus þegar Mána vantar. Í morgun grenjaði hún stanslaust í nærri einn og hálfan tíma og ég var hreinlega að tapa vitglórunni. Á endanum tók ég hana í fangið og hélt henni fast (nokkuð sem hún vildi aldrei leyfa í seinni tíð) og þá loksins hætti hún að væla og fór að mala. Áður var ég margoft búin að klappa henni og klóra en það dugði aldrei, hún vildi bara endalaust meira.
Ég hef verið að rembast við að safna hári undanfarið hálft ár eða svo, en er svona við það að gefast upp á því. Eins og minn ástkæri eiginmaður benti réttilega á, þá dregur síðara hár mig enn meira niður í útliti þegar ég er þreytt. Sem ég er langoftast, og kannski ekki gott að ýkja þreytu-útlitið enn meira. Þannig að í dag hringdi ég neyðarhringingu í hana Ernu mína, sem ætlaði í raun ekki að vera að klippa í dag en tók mig að sér engu að síður, og hún klippti töluvert af hárinu. Ég er nú ekki frá því að ég hafi lagast talsvert við þetta en hef ekki fengið viðbrögð annarrra ennþá, svo það er ekki gott að segja...
Í morgun gerði ég eitt sem ég hef aldrei gert áður. Ég var búin að setja sundfötin í tösku og klæða mig í útiföt þegar ég opnaði útihurðina - og lokaði henni aftur án þess að fara í sund. Veðrið var svo ótrúlega leiðinlegt eitthvað. Rétt um það leyti sem ég opnaði hurðina brast á með norðan stórhríð og ég bara gat ekki hugsað mér að ráfa um á sundlaugarbakkanum í þessu veðri. Þannig að í staðinn fór ég í vel heitt bað hérna heima. Stillingin á krananum gerir það hins vegar að verkum að ég næ baðinu aldrei eins heitu og ég helst vildi hafa það, en ég brenni mig þá heldur ekki á meðan.
Í vinnunni er það vörutalning sem er aðalmálið þessa dagana. Sem fyrr, þá lokum við ekki búðinni því það er svo rólegt, en dundum okkur við þetta í einhverja daga. Fyrstu dagarnir eru yfirleitt bærilegir en svo þegar á líður fer þetta að verða ansi leiðigjarnt. Ekki bætir úr skák að við erum alltaf að fjölga vörutegunum, þannig að þetta verður eiginlega seinlegra ár frá ári. En jú jú, það hefst allt að lokum.
Birta er enn mjög óróleg á köflum og greinilega mjög öryggislaus þegar Mána vantar. Í morgun grenjaði hún stanslaust í nærri einn og hálfan tíma og ég var hreinlega að tapa vitglórunni. Á endanum tók ég hana í fangið og hélt henni fast (nokkuð sem hún vildi aldrei leyfa í seinni tíð) og þá loksins hætti hún að væla og fór að mala. Áður var ég margoft búin að klappa henni og klóra en það dugði aldrei, hún vildi bara endalaust meira.
Ég hef verið að rembast við að safna hári undanfarið hálft ár eða svo, en er svona við það að gefast upp á því. Eins og minn ástkæri eiginmaður benti réttilega á, þá dregur síðara hár mig enn meira niður í útliti þegar ég er þreytt. Sem ég er langoftast, og kannski ekki gott að ýkja þreytu-útlitið enn meira. Þannig að í dag hringdi ég neyðarhringingu í hana Ernu mína, sem ætlaði í raun ekki að vera að klippa í dag en tók mig að sér engu að síður, og hún klippti töluvert af hárinu. Ég er nú ekki frá því að ég hafi lagast talsvert við þetta en hef ekki fengið viðbrögð annarrra ennþá, svo það er ekki gott að segja...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Ég fór í klukkutíma ljósmyndarúnt í dag og hef svo verið að leika mér núna í kvöld að því að vinna myndirnar í Lightroom. Auðvitað verða þær þá ekki alveg "ekta" en þetta er nú samt mjög líkt því sem ég sá þegar ég smellti af. Svo klippti ég myndina þannig að formið á henni er ekki alveg venjulegt, en þetta er sem sagt bara algjör tilraunastarfsemi hjá mér. Og nú er ég búin að glápa svo mikið á tölvuskjá - og lesa - að ég er að verða hálf steikt í hausnum. Þannig að ætli sjónvarpsgláp sé þá ekki bara næst á dagskrá hjá gömlu.