sunnudagur, 29. apríl 2012

Hjóltúr

Mér fannst svolítið skemmtilegt í endurhæfingunni að fylgjast með því hvað ég gekk langt í þessum daglegu gönguferðum. Vegastikurnar voru merktar og við áttum að skrá samviskusamlega vegalengdina sem við fórum. Ég nefndi þetta við Val og þá minnti hann mig á að ég ætti Garmin hlaupaúr, sem ég NB fékk í jólagjöf frá honum fyrir einhverju síðan. Þannig að núna ætla ég að mæla alla markvissa hreyfingu hjá mér, sama hversu lítilfjörleg hún er. Svo hleður maður þessum upplýsingum inn í tölvuna og viti menn, út kemur allt þetta sem sjá má ef smellt er á tengilinn hér að neðan. Já, við Valur fórum sem sagt í örstuttan hjóltúr áðan.

Hjóltúr by gudnypalina at Garmin Connect - Details

Hér er svo mynd sem sýnir hvernig vegastikurnar við Kristnes eru merktar.


5 ummæli:

Harpa J sagði...

Það er örugglega sniðugt að skrá niður hreyfingu og þægilegt að eiga græju!

Anna Sæm sagði...

Æ, mig vantar greinilega gps því ég er að mæla á kortum frá telefonkatalogen og google hvað langt og hvar ég er að ganga eða hjóla. Smá öfund í gangi hér, en mér væri heldur nær að taka þetta upp hér innanhúss því sumir eru með þette tvöfalt amk ;-)

Guðný Pálína sagði...

Já Harpa, það er ákveðinn hvati að fylgjast með hreyfingunni. Ég sá það svo vel á Kristnesi, en líka mikinn dagamun, allt eftir því hvernig líðanin var þann daginn.

Anna, þetta gengur náttúrulega ekki!! Ég get rétt ímyndað mér að K-E eigi nóg af svona græjum ;) En já þetta úr sem ég er með er ansi stórt, og fékkst á ágætis verði hér um árið (svona miðað við hvað nýjustu úrin kosta). En ég myndi mæla með úri sem væri minna um sig, þó þetta dugi vel til síns brúks :)

Nafnlaus sagði...

Úrið er eldra en fyrir "einhverju síðan" en gerir sitt! Heyrst hefur að GPS tæki dragi úr eða skaði sumt af hinu góða sem fæst með að ganga "venjulegar" leiðir í skógi eða álíka, þar eð sumir en ekki allir láti úrið ráða um of hvað er að gerast (ekki rökstutt); enda er Halur oftast kyrr á göngu eða ferðalögum og þarf fátt annað en skó og sæmilega þurrar nærbrækur.

Guðný Pálína sagði...

..."enda er Halur oftast kyrr á göngu"... Hehe, sá Halur sem ég þekki er nú sjaldnast kyrr ;-)