að minnsta kosti þegar veðrið er svona fallegt :) Ég tek myndavélina með mér á Kristnes, en það gengur ekki sérlega vel að taka myndir þar. Svæðið sem ég hef "til umráða" er frekar lítið og takmarkast við göngufjarlægðir, sem eru stuttar þessa dagana. Mér finnst eiginlega sveitabæirnir skemmtilegasta myndefnið, einhverra hluta vegna, en lítið er þó af búpeningi úti við. Þessi mynd er tekin á þriðjudaginn. Ég hafði verið alveg óskaplega þreytt þann dag og ekki orkað að fara út, en fannst ég þó endilega verða að fá mér frískt loft. Svo að um fimmleytið lét ég af því verða. Þá voru svona skemmtileg birtuskilyrði. Sólin kom og fór og varpaði lágstemmdum geislum sínum á mismunandi hluta landslagsins hverju sinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli