sunnudagur, 1. apríl 2012

Eitt skref áfram, tvö aftur á bak

Please have a seat by Guðný Pálína
Please have a seat, a photo by Guðný Pálína on Flickr.

Upplifunin er a.m.k. svolítið þannig hjá mér núna. Eins og ég sagði þá var vikan á Kristnesi mun strembnari en ég hafði áttað mig á, sem þýðir bara það að ég er í þreytu-breakdown ástandi núna. Og já ég veit það, allir vilja ábyggilega helst heyra að maður sjái strax framför og betri líðan, en þannig gerast hlutirnir víst ekki á eyrinni.

Þannig að í gær hélt ég mest kyrru fyrir en "neyddist" samt eiginlega til að fara í eitt stykki fimmtugsafmæli. Það er kona í klúbbnum mínum sem á afmæli (í dag reyndar) og hélt uppá það í gær með heilmikilli kaffiveislu. Við fórum tvær í samfloti og þetta var mjög flott allt saman, en mikill hávaði, enda margt fólk og veislan haldin í heimahúsi.

Ég var nokkurn veginn í lagi í klukkutíma en svo fór að halla undan fæti. Hávaðinn ætlaði að æra mig og þá klárast ansi hratt útaf batteríinu. Það var samt svo "heppilegt" að sú sem ég var samferða í veisluna var líka hálf slöpp og þar að auki á leið í matarboð, svo við yfirgáfum veisluna eftir ca. 1 1/2 tíma. Ég var samt ánægð með að hafa farið, annað hefði verið leiðinlegt.

Valur eldaði svo dýrðarinnar nauta prime ribs í kvöldmatinn og við fengum okkur smá rauðvínstár með. Í gærkvöldi horfðum við á myndina hans Woody Allen sem gerist í París, en það er ekki séns að ég muni núna hvað hún heitir. Bara fínasta mynd í sjálfu sér.

Í gær var ég svo að berjast við allar mínar hamfara-hugsanir. Það er alltaf sama ferlið sem fer í gang þegar mér versnar aftur eftir að hafa verið örlítið skárri. Niðurrifsspúkinn á öxlinni verður svo hávær og er þar að auki endalaust að kvabba eitthvað. Ég þarf að koma mér upp betri aðferð til að eiga við þennan niðurrifssegg, því það er örugglega grundvallarforsenda fyrir bata að maður trúi því sjálfur að ástandið geti skánað.

5 ummæli:

baun sagði...

Sendi baráttukveðjur, gamla bloggvinkona:)

Nafnlaus sagði...

Ekkert skrítið að þurfa að slaka á eftir svona endurhæfingu, en árangurinn getur alveg eins komið eftirá og virðist reyndar oftast gera það.Gangi þér vel, Þórdís.

Guðný Pálína sagði...

Takk takk kæra Baun :)

Þórdís, þetta er athyglisvert með að árangurinn geti alveg eins komið eftirá, verð að spyrja sjúkraþjálfarann út í það :)

Nafnlaus sagði...

Ég er alveg viss um að þetta á eftir að skila sér. Það er bara eðlilegt að vera þreyttur eftir svona púl, en formið er að koma, vertu viss. Svo er bara að halda áfram á sömu braut, Áfram Guðný!

kv
Fríða

Guðný Pálína sagði...

Takk Fríða, ég reyni að halda haus :)