laugardagur, 21. apríl 2012

Góð gönguferð á Svalbarðseyri

Síðasta sunnudag fórum við Valur út á Svalbarðseyri í blíðskaparveðri og þá tók ég þessa mynd. Ég veit ekki hvað þetta er með mig og sjóinn, en ég kann afskaplega vel við mig nálægt sjónum. Hann hefur róandi áhrif á mig - og eitthvað annað gerist sem ég kann ekki að útskýra. Ég held að það væri alveg dásamlegt að geta farið í gönguferð meðfram sjónum á hverjum degi.

Engin ummæli: