fimmtudagur, 19. apríl 2012

Hvaða hrukkótta kona er þetta?


Hehe, segi bara svona. Ég er einhvern veginn ekki alveg að fatta að ég breytist í útliti með árunum - finnst ég alltaf líta eins út en það er víst ekki svo. En hér er ég í nýju sumarpeysunni minni, sem Hrefna segir að sé alveg rosalega blá... Við höfum ekki alveg sama fatasmekk mæðgurnar, svo það er dæmigert að það sem mér þykir flott finnst henni ekkert sérstakt, og svo öfugt. Maður þarf víst bara að læra að lifa með því ;-)

Engin ummæli: