mánudagur, 9. apríl 2012

Gott að hafa í huga!

"The fastest way to kill your passion is by comparing yourself to the accomplishments of others"
Illuminated mind

Ég veit ekki með aðra, en þetta er þörf áminning fyrir sjálfa mig. Ég hætti til dæmis að teikna á unglingsaldri af því ég bar mig saman við aðra hæfileikaríkari (sem var synd því ég hafði mjög gaman af því að teikna). Sem betur fer hef ég aðeins vitkast með árunum, ég hefði t.d. aldrei haldið áfram að taka ljósmyndir ef ég hefði stöðugt verið að bera mig saman við aðra ljósmyndara. En þetta er mitt áhugamál sem veitir mér mikla ánægju - og eina markmiðið er að taka myndir sem ég sjálf er ánægð með + hafa gaman af því.


3 ummæli:

baun sagði...

Ég er mjög hrifin af myndunum þínum, finnst þú hafa næmt auga.

Held það sé firna góð regla að vera ekki alltaf að bera sig saman við aðra, heldur finna fjölina sína:)

Guðný Pálína Sæmundsdóttir sagði...

Takk Baun, gaman að heyra :)

ella sagði...

Þessi er skemmtileg.