laugardagur, 31. mars 2012

Enginn verður óbarinn biskup

eða þannig. Eftir fremur strembna viku í endurhæfingu er ég heima í helgarfríi og - kemur mikið á óvart - er þreytt og ligg í sófanum við að skrifa þetta. Það er einhvern veginn lúmskt mikil dagskráin þarna og það kemur hálf partinn aftan að manni. Það er að segja, mér fannst þetta nú ekkert svo óskaplega erfitt en á fimmtudegi var ég eins og sprungin blaðra. Þegar þau hin voru að sauma og brasa í tíma hjá iðjuþjálfa, sat ég eins og prinsessa, í stól með fótskemil, púða undir handleggjunum og annan púða við hnakkann, alveg gjörsamlega búin á því, og horfði bara á þau hin.

Og núna nenni ég ekki að skrifa meira í bili, er lika með tölvuna hans Vals og lyklaborðið er eitthvað að stríða mér.

Engin ummæli: