laugardagur, 2. apríl 2011

Laugardagur en ekki letidagur

Já ég er búin að vinna í bókhaldi í morgun, búin að reikna út laun og er svo á leið í Potta og prik  þar sem ég ætla að standa vaktina með honum Andra mínum. Heilsufarið mætti vera betra. Ég var aðeins hressari í gær og afrekaði að sauma tvær gardínur (með einfaldasta saumaskap í heimi) og vinna mína 4,5 tíma, en svo var ég gjörsamlega ónýt í gærkvöldi. Nú þarf ég bara að skreppa í sturtu og setja svo á mig andlitið, og drífa mig svo í vinnuna.

Engin ummæli: