fimmtudagur, 21. apríl 2011
Fór á sinfóníutónleika með fallbyssuskotum - og lifði af ;)
Já við Valur áttum miða á tónleika í dag en eftir því sem nær dró tónleikunum voru farnar að renna tvær grímur á okkur bæði, því ég var ekki akkúrat sú hressasta. En ég ákvað að gleypa í mig tvær verkjatöflur, svona fyrirbyggjandi, og drífa mig bara. Ef mér liði mjög illa gæti ég þá bara farið í hléinu. Mér fannst mjög óþægilegur hávaðinn þegar hljómsveitin var að stilla strengi sína og eins þegar fólk var að ganga í salinn, já og í hléinu leið mér ekki vel. En um leið og ég gat bara setið kyrr og það var eitthvað skipulag á hávaðanum (þögn í öllum nema hljómsveitinni) þá var allt í lagi. Merkilegt nokk!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli