Já og svo er smá stress í gangi með veitingarnar á hlaðborðið. Í dag eru tvö kaffihlaðborð, hið fyrra kl. 16 (þetta sem ég er með) og hið síðara kl. 19, og stundum gerist það að það klárast alltof mikið af veitingunum í fyrra hlaðborðinu. Þá er hægt að fara í bakarí og fá einhverjar kökur s.s. djöflatertur og þess háttar, en mér finnst þær nú ekki koma í staðinn fyrir heimabakaðar marengs- og rjómatertur. Við sem erum í fyrra hlaðborðinu þurfum að gæta þess að allt þetta "mest spennandi" klárist ekki á okkar vakt en samt þarf að vera til nógu mikið þannig að allir fái nóg að borða. Til að flækja málið enn frekar þá eru sumir foreldrar fjarverandi og hafa ekki hugsað fyrir því að þeir þurfi að redda kökum þó þeir séu ekki á svæðinu. Ein kona tilkynnti í gærkvöldi að hún væri farin suður og hafði ekki velt því neitt fyrir sér að það myndi þá vanta tvær sætar tertur og 70-80 skinkusnúða á hlaðborðið. Aðrir foreldrar voru ekki á landinu en amma barnsins tók að sér að baka tvær tertur. Þá vantar samt muffinsið/snúðana sem þau áttu að koma með. Já það munar um allt. Ég á að koma með mínar kökur á morgun og er búin að baka eina kornfleksmarengstertu og er að græja kremið á hana. Svo keypti ég tvo marengsbotna og ætlaði að græja eitthvað úr því. En í morgun var ég orðin eitthvað svo tense yfir því að það myndi vanta kökur, svo ég fór að baka eina marengstertu í viðbót... Ég er líka að spá í það hvort ég ætti að fara frekar með flatbrauðið með hangikjötinu í dag, því það vantar kannski frekar í dag en á morgun því fyrri sýningin er svo snemma í fyrramálið og kannski ekki eins margir foreldrar sem geta tekið frí úr vinnu til að koma á hana + hlaðborð. En já úff, nú er ég bara farin að rugla hægri og vinstri. Ætli sé ekki best að ég skjótist í bankann til að fá skiptimynt fyrir miðasöluna. Já og sæki líka vörur fyrir vinnuna sem ég var búin að gleyma að sækja. Svo þarf ég að kaupa einhver fersk ber til að setja ofan á þessar blessuðu marengstertur.
fimmtudagur, 7. apríl 2011
Ein að bræða úr sér
Úff púff... Ég er sem sagt að fara í þetta árshátíðar-kaffi-dæmi í dag og tel bara niður... Er annars í eldhúsinu að baka kökur sem ég á að koma með í kaffið. Það er nú aðallega þetta með að ég á að vera vaktstjóri yfir mínum hóp sem er að trufla mig. Þarna eru ákveðnar og duglegar konur og ég hef ekki áhyggjur af því að verkin verði ekki unnin. Nei, það er bara þetta með að eiga að vera "yfir" sem er vandamálið. Mér finnst ekkert rosalega auðvelt að eiga að skipa fyrir verkum, bæði krökkum og foreldrum. Ég veit samt alveg að allir munu verða mjög samvinnufúsir, þetta snýst ekki um það.
Já og svo er smá stress í gangi með veitingarnar á hlaðborðið. Í dag eru tvö kaffihlaðborð, hið fyrra kl. 16 (þetta sem ég er með) og hið síðara kl. 19, og stundum gerist það að það klárast alltof mikið af veitingunum í fyrra hlaðborðinu. Þá er hægt að fara í bakarí og fá einhverjar kökur s.s. djöflatertur og þess háttar, en mér finnst þær nú ekki koma í staðinn fyrir heimabakaðar marengs- og rjómatertur. Við sem erum í fyrra hlaðborðinu þurfum að gæta þess að allt þetta "mest spennandi" klárist ekki á okkar vakt en samt þarf að vera til nógu mikið þannig að allir fái nóg að borða. Til að flækja málið enn frekar þá eru sumir foreldrar fjarverandi og hafa ekki hugsað fyrir því að þeir þurfi að redda kökum þó þeir séu ekki á svæðinu. Ein kona tilkynnti í gærkvöldi að hún væri farin suður og hafði ekki velt því neitt fyrir sér að það myndi þá vanta tvær sætar tertur og 70-80 skinkusnúða á hlaðborðið. Aðrir foreldrar voru ekki á landinu en amma barnsins tók að sér að baka tvær tertur. Þá vantar samt muffinsið/snúðana sem þau áttu að koma með. Já það munar um allt. Ég á að koma með mínar kökur á morgun og er búin að baka eina kornfleksmarengstertu og er að græja kremið á hana. Svo keypti ég tvo marengsbotna og ætlaði að græja eitthvað úr því. En í morgun var ég orðin eitthvað svo tense yfir því að það myndi vanta kökur, svo ég fór að baka eina marengstertu í viðbót... Ég er líka að spá í það hvort ég ætti að fara frekar með flatbrauðið með hangikjötinu í dag, því það vantar kannski frekar í dag en á morgun því fyrri sýningin er svo snemma í fyrramálið og kannski ekki eins margir foreldrar sem geta tekið frí úr vinnu til að koma á hana + hlaðborð. En já úff, nú er ég bara farin að rugla hægri og vinstri. Ætli sé ekki best að ég skjótist í bankann til að fá skiptimynt fyrir miðasöluna. Já og sæki líka vörur fyrir vinnuna sem ég var búin að gleyma að sækja. Svo þarf ég að kaupa einhver fersk ber til að setja ofan á þessar blessuðu marengstertur.
Já og svo er smá stress í gangi með veitingarnar á hlaðborðið. Í dag eru tvö kaffihlaðborð, hið fyrra kl. 16 (þetta sem ég er með) og hið síðara kl. 19, og stundum gerist það að það klárast alltof mikið af veitingunum í fyrra hlaðborðinu. Þá er hægt að fara í bakarí og fá einhverjar kökur s.s. djöflatertur og þess háttar, en mér finnst þær nú ekki koma í staðinn fyrir heimabakaðar marengs- og rjómatertur. Við sem erum í fyrra hlaðborðinu þurfum að gæta þess að allt þetta "mest spennandi" klárist ekki á okkar vakt en samt þarf að vera til nógu mikið þannig að allir fái nóg að borða. Til að flækja málið enn frekar þá eru sumir foreldrar fjarverandi og hafa ekki hugsað fyrir því að þeir þurfi að redda kökum þó þeir séu ekki á svæðinu. Ein kona tilkynnti í gærkvöldi að hún væri farin suður og hafði ekki velt því neitt fyrir sér að það myndi þá vanta tvær sætar tertur og 70-80 skinkusnúða á hlaðborðið. Aðrir foreldrar voru ekki á landinu en amma barnsins tók að sér að baka tvær tertur. Þá vantar samt muffinsið/snúðana sem þau áttu að koma með. Já það munar um allt. Ég á að koma með mínar kökur á morgun og er búin að baka eina kornfleksmarengstertu og er að græja kremið á hana. Svo keypti ég tvo marengsbotna og ætlaði að græja eitthvað úr því. En í morgun var ég orðin eitthvað svo tense yfir því að það myndi vanta kökur, svo ég fór að baka eina marengstertu í viðbót... Ég er líka að spá í það hvort ég ætti að fara frekar með flatbrauðið með hangikjötinu í dag, því það vantar kannski frekar í dag en á morgun því fyrri sýningin er svo snemma í fyrramálið og kannski ekki eins margir foreldrar sem geta tekið frí úr vinnu til að koma á hana + hlaðborð. En já úff, nú er ég bara farin að rugla hægri og vinstri. Ætli sé ekki best að ég skjótist í bankann til að fá skiptimynt fyrir miðasöluna. Já og sæki líka vörur fyrir vinnuna sem ég var búin að gleyma að sækja. Svo þarf ég að kaupa einhver fersk ber til að setja ofan á þessar blessuðu marengstertur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég flýtti mér alltaf að bjóðast til að baka súkkulaðikökur því það var ódýrasta hráefnið og minnsta vinnan svona miðað við magn og vinsældir... en svo kom ég með minnst fimm kökur í hvert skipti og alltaf hurfu þær. Vá hvað það er annars stutt síðan hann var í 10. bekk
Við fengum engu ráðið um það hvað við áttum að koma með. Þessu var bara úthlutað svona. Hins vegar er t.d. ekkert svo dýrt að baka kornfleksmarengs en um leið og maður bakar t.d. Pavlovu sem er með ferskum berjum ofaná þá er það farið að kosta meira. Já og flatbrauðið með hangikjötinu.. Ég hefði getað komið með 70-80 skinkuhorn í staðinn, sem hefði verið mun ódýrara, en treysti mér ekki til að standa uppá endann í þann tíma sem það tekur að baka svona mörg skinkuhorn. Mikið er ég nú fegin að þessu er lokið ;)
Skrifa ummæli