mánudagur, 25. apríl 2011

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga


Er það ekki bara? Páskarnir voru fínir, ég hvíldi mig mikið og gerði líka ýmislegt skemmtilegt. Nú tekur hefðbundin vinnuvika við, en þó í styttri kantinum, ég á nefnilega frí á miðvikudaginn (alltaf frí annan hvern miðvikudag). Þá er ég reyndar búin að lofa að hitta vinkonur mínar á kaffihúsi um miðjan daginn og um kvöldið er ljósmyndahittingur, svo það verður nóg að gera þann dag/kvöld.

Æi, ég er að fara að sofa, blogga meira seinna, góða nótt :-)

3 ummæli:

Gulla sagði...

Sæl Guðný,

ég hef fylgst með blogginu þínu af og til í gegnum tíðina, þó ég hafi nú bara verið nafnlaus og ekki kommentað áður... minnir mig :o) Miðað við það sem ég hef verið að lesa hjá þér þá eigum við ýmislegt sameiginlegt (t.d. bý ég líka á Akureyri, er með vefjagigt og hef gaman af ljósmyndun) og það, ásamt því að mér finnst gaman að lesa það sem þú skrifar, er ástæðan fyrir því að ég kíki alltaf hingað öðru hvoru.

En núna er ég dálítið forvitin um þennan ljósmyndahitting, því mig hefur lengi langað til að vera með í einhvers konar ljósmyndahópi/klúbb, en ekki haft mig í að finna þess háttar starfsemi hér. Mig langaði bara til að spyrja þig hvort þetta væri opinn hópur hjá ykkur þar sem ég gæti e.t.v. orðið þátttakandi og ef svo væri, hvernig væri best fyrir mig að bera mig að?

Kveðja,
Gulla

Guðný Pálína sagði...

Hæ Gulla.
Sú sem heldur utan um ljósmyndaklúbbinn okkar heitir Berglind Helgadóttir (berglindhelga@simnet.is). Endilega bara sendu henni línu og þá bætir hún þér á póstlistann okkar. Svo er bara að mæta, þetta er opið öllum konum sem áhuga hafa á ljósmyndun. Við hittumst næst á Bláu könnunni kl. 8 á miðvikudagskvöldið. Endilega láttu sjá þig :)

Gulla sagði...

Frábært, takk fyrir upplýsingarnar :o) Ég kemst reyndar hvorki núna á morgun né næsta miðvikudag (er á öðru námskeiði sem er á miðvikudögum, en það klárast í næstu viku). En ég mun senda póst til Berglindar svo ég geti fylgst með og komið til að hitta ykkur.

Kveðja,
Gulla