föstudagur, 15. apríl 2011

Veit ekki hvað ég á að gera

Við Valur erum boðin í 50 ára afmæli Hjördísar vinkonu minnar sem býr í Reykjavík. Afmælið er á skírdag og satt best að segja þá treystir Valur sér ekki til að keyra með mig suður, fara í afmælið og keyra heim aftur, því hann veit af biturri reynslu að það þýðir bara sama og þreyta, þreyta, þreyta af minni hálfu. Svo hinn möguleikinn er að ég fari ein suður með flugi t.d. á skírdegi og komi heim á föstud. langa. Þá þarf ég að redda mér gistingu, sem ætti svo sem alveg að ganga, en hins vegar er allt ódýrt flug löngu uppselt. Síðan er það nokkuð ljóst að ég mun ekki þekkja marga í þessu afmæli, en Sólrún vinkona verður þar, það veit ég. Arg, ég á eitthvað svo erfitt með að ákveða mig - en verð að drífa í því áður en allt flug verður uppselt - þ.e.a.s. ef ég ætla að fara.

Engin ummæli: