miðvikudagur, 13. apríl 2011
Þá er Anna systir komin og farin
En hún kom til landsins á sunnudaginn þegar brjálaða veðrið var. Hennar flugvél lenti þó ekki í Keflavík eins og áætlað hafði verið, heldur á Egilsstöðum. Þar tók við töluverð bið í lokuðu rými á flugvellinum, á meðan beðið var eftir rútum til að flytja farþegana til Reykjavíkur. Það átti að fara í gegnum Akureyri, en svo lokaðist Holtavörðuheiði og þá var ákveðið að fara suðurleiðina. Önnu leist ekki á það, því þá hefði hún ekki komið til Reykjavíkur fyrr en um miðja nótt og átti svo pantað til Akureyrar snemma morguninn eftir. Þannig að hún tók bíl á leigu og keyrði til Akureyrar. Norsk stelpa sem var á leið að heimsækja vinkonu sína á Akureyri, var pöruð saman við hana, þannig að þær voru tvær í bílnum. Það var nú alveg brjálað rok á leiðinni en sem betur fer gekk allt vel og þær voru komnar í bæinn um ellefuleytið (minnir mig). Á mánudaginn fórum við systur í sund um morguninn og kíktum svo stutt á kaffihús, en síðan fór Anna á jarðarför. Í gær fórum við aftur í sund og svo fór ég að vinna. Eftir vinnu fórum við í Hof og fengum okkur hálfa smurbrauðsneið hvor, og slökuðum aðeins á. Síðan fór hún að pakka dótinu sínu og ég keyrði hana útá flugvöll rétt fyrir fimm. Þannig að ekki var þetta nú langt stopp, en samt svo notalegt að fá hana aðeins í heimsókn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli