fimmtudagur, 31. mars 2011

Einu sinni skrifaði ég smásögur

Já einu sinni hafði ég einhverjar hugmyndir í kollinum um að mig langaði að verða rithöfundur. Mér finnst það nú eiginlega hafa verið í öðru lífi... en líklega er ekkert svo óskaplega langt síðan. Eða, æ ég veit það ekki, ætli þetta hafi ekki verið meðan ég bjó í Tromsö og svo í einhvern tíma eftir að við fluttum heim aftur. Ég fór á námskeið í skapandi skrifum þegar Ísak var ca. eins eða tveggja ára minnir mig og skrifaði nokkrar smásögur á þeim tíma. Á þessum tíma var ég undir áhrifum af smásögunum sem ég las í norsku vikublöðunum/tímaritunum. Ég hafði gaman af því að lesa sögur sem voru stuttar en í þeim var samt mikil saga og helst áttu þær að enda vel. Ég ætla að gamni mínu að birta hér eina sögu. Ég byrjaði að skrifa hana í Tromsö en kláraði hér á Íslandi einhverjum árum síðar.  Kannski er hún svolítið barnaleg en ef einhvern langar að lesa sögu með "happy" endi, þá er hér tækifærið. Bara smella hér!

Engin ummæli: